Starfsþróunarsetur háskólamanna
Starfsþróunarsetur háskólamanna

Framkvæmdastjóri

Starfsþróunarsetur háskólamanna (STH) leitar að framsýnum framkvæmdastjóra sem hefur áhuga, getu og drifkraft til að leiða uppbyggingu og breytingar á setrinu í takt við þróun á vinnumarkaði.

Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á lausnamiðað viðhorf, frumkvæði og metnað til að ná árangri í starfseminni. Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn STH og starfar náið með henni til að ná markmiðum starfsþróunarsetursins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Efla faglegt starf setursins.
  • Innleiða og fylgja eftir stefnu stjórnar.
  • Rekstur, þ.m.t. áætlanagerð og mannaforráð.
  • Yfirumsjón með kynningarstarfi og upplýsingagjöf.
  • Undirbúningur funda og gagnaöflun.
  • Alþjóðleg samskipti.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Frumkvæði, metnaður og drifkraftur til að hrinda verkefnum í framkvæmd.
  • Þekking á umhverfi starfsþróunar og innsýn í opinberan vinnumarkað.
  • Reynsla af rekstri, framsetningu og miðlun upplýsinga.
  • Reynsla og þekking af verkefnastjórnun.
  • Leiðtogahæfni og lipurð í samskiptum.
  • Gott vald á íslensku og ensku.
Auglýsing birt31. mars 2025
Umsóknarfrestur21. apríl 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 6, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.