Grímsnes- og Grafningshreppur
Grímsnes- og Grafningshreppur
Grímsnes- og Grafningshreppur

FORSTÖÐUMAÐUR ÍÞRÓTTAMANNVIRKJA

Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns íþróttamannvirkja.

Leitað er að öflugum og metnaðarfullum leiðtoga í fjölbreytt og krefjandi starf.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri íþróttamannvirkja sveitarfélagsins
  • Ábyrgð á fjármálum og rekstri og tryggir að reksturinn samræmist settum áætlunum
  • Umsjón með starfsmannahaldi, þar á meðal skipulagningu vakta og verkefna
  • Umsjón og eftirlit með viðhaldi húsnæðis, innviða, tækja og búnaðar í íþróttamannvirkjum
  • Þátttaka í þróunarverkefnum, stefnumótun, áætlanagerð og öðru því sem tilheyrir ábyrgð forstöðumanns
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Víðtæk og farsæl reynsla af verkefnum sem falla að starfinu
  • Leiðtogahæfni, þjónustulund og rík færni í mannlegum samskiptum
  • Góð skipulagsfærni, árvekni og öguð vinnubrögð
  • Rík hæfni til samstarfs og samskipta, heiðarleiki og traust orðspor
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og jákvæðni í samstarfi
  • Góð færni í íslensku, bæði í töluðu og rituðu máli
  • Almenn góð tölvukunnátta og tæknilæsi
Auglýsing birt8. ágúst 2025
Umsóknarfrestur24. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Stjórnsýsluhúsið Borg, 805 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar