
Stracta Hótel
Stracta Hótel er fjölskyldurekið fyrirtæki staðsett á Hellu sem er í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. Hótelið skartar 148 gistieiningum í fimm gæðaflokkum, líkamsræktaraðstöðu með gufu- og pottasvæði utandyra. Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, bar og verslun þar sem íslensk gæða framleiðsla og hönnun eru ávallt höfð í fyrirrúmi.
Við leggjum metnað í persónulega og vandaða þjónustu þar sem samheldni og jákvæður starfsandi skipta miklu máli. Markmið okkar er að skapa góða upplifun fyrir bæði gesti og starfsfólk.
Hótelið er miðsvæðis á Suðurlandi, með stuttan aðgang að einstökum náttúruperlum eins og Vestmannaeyjum, Eyjafjallajökli, Þórsmörk, Landmannalaugum og hinum vinsæla Gullna hring. Frábær staður til að starfa og njóta náttúrunnar í leiðinni!

Húsvörður / Handyman
Við hjá Hótel Stracta og Hótel Mosfell leitum að jákvæðum og áreiðanlegum einstaklingi til að bætast í hópinn sem húsverður í hlutastarf eða fullt starf.
Helstu verkefni:
-
Almenn eftirlit og viðhald á fasteignum og búnaði
-
Viðgerðir og umsjón með tæknibúnaði
-
Samskipti við þjónustuaðila og verktaka
Hæfniskröfur:
-
Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
-
Góð handlagni og lausnamiðuð hugsun
-
Sjálfstæði í vinnubrögðum og stundvísi
-
Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
-
Bílpróf nauðsynlegt
Starfið hentar vel einstaklingi sem býr á Suðurlandi eða er reiðubúinn að ferðast til Hellu.
Auglýsing birt4. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Gaddstaðir 164955, 850 Hella
Starfstegund
Hæfni
HandlagniMannleg samskiptiSmíðar
Starfsgreinar
Starfsmerkingar