Kársnesskóli
Kársnesskóli
Kársnesskóli

Forfallakennari í námsver óskast í Kársnesskóla

Forfallakennari óskast í námsver þar sem lögð er áhersla á kennslu í íslensku (5. - 10. bekkur) og stærðfræði (5. - 7. bekk).

Um tímabundna ráðningu er að ræða í forföllum kennara.

Starfshlutfall 50 - 100%.

Kársnesskóli er framsækinn grunnskóli í vesturbæ Kópavogs með um 400 nemendur í 5. - 10. bekk. Við leggjum áherslu á að allir nemendur nái góðum árangri og byggjum skólastarfið á fjölbreyttum kennsluháttum, teymisvinnu og góðum starfsanda.

Við leggjum áherslu á söng- og kórastarf, söguaðferðina, útikennslu og þemanám og vinnum samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Í Kársnesskóla eru allir nemendur með spjaldtölvur.

Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Íslensku- og stærðfræðikennsla í námsveri í 5. - 10. bekk
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans
  • Vinna að því að skapa góðan skólabrag

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf til kennslu
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla er æskileg
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Þekking og áhugi á kennslu- og uppeldisfræði
  • Einlægur áhugi á að vinna með börnum og unglingum
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ

Upplýsingar gefur Sigrún Valdimarsdóttir skólastjóri, [email protected], sími 441-4600/696-0297 og Björgvin Þór Þórhallsson aðstoðarskólastjóri [email protected]

Öll, óháð kyni eru hvött til að sækja um starfið.

Auglýsing birt19. desember 2025
Umsóknarfrestur7. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Kópavogsbraut 1C, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Líkamlegt hreystiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar