Flataskóli
Flataskóli
Flataskóli

Flataskóli í Garðabæ auglýsir eftir forfallakennara

Flataskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ sem hefur í meira en 60 ár annast kennslu barna á aldrinum 6-12 ára. Í skólanum starfa um 300 nemendur og um 60 starfsmenn.

Í Flataskóla er unnið af miklum metnaði og áhersla lögð á notalegt andrúmsloft, umhyggju og góðan árangur. Í skólanum eru persónuleg samskipti milli nemenda, starfsfólks og foreldra. Samvinna er mikil og góð á milli allra þeirra sem starfa í skólasamfélaginu. Í skólanum ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi og frábæran morgunmat.
Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.flataskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tilfallandi stundakennsla / forfallakennsla

Gæti hentað vel kennaranemum með námi eða kennurum sem vilja vera lausir við og sinna öðru samhliða.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu*
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum ásamt metnaði í starfi
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Áhugi á skólaþróun
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Góð tölvukunnátta
  • Reynsla af starfi í grunnskóla og/eða starfi með börnum er æskileg

*Fáist ekki kennari með leyfisbréf til kennslu,þrátt fyrir endurtekna auglýsingu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019.

Auglýsing birt17. september 2024
Umsóknarfrestur27. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Vífilsstaðavegur 123, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Stundvísi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar