

Fjármálastjóri
Ríkisútvarpið ohf. (RÚV) leitar að öflugum og framsýnum einstaklingi í starf fjármálastjóra. Fjármálastjóri tilheyrir skrifstofu útvarpsstjóra og leiðir starf fjármáladeildar.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Stefnumótun, umsjón og ábyrgð á daglegri fjármálastjórnun.
- Fjárhags- og rekstraráætlanagerð og eftirfylgni áætlana.
- Ábyrgð á rekstrarlegri greiningu og miðlun fjárhagsupplýsinga.
- Yfirumsjón með bókhaldi og uppgjöri.
- Ábyrgð á milli- og ársuppgjöri.
- Stjórnun og mannauðsmál fjármáladeildar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. á sviði viðskipta eða fjármála.
- Meistaragráða í fjármálum fyrirtækja eða endurskoðun er kostur.
- Þekking og reynsla af fjármálastjórnun.
- Reynsla af áætlanagerð og uppgjöri.
- Reynsla af greiningarvinnu og framsetningu fjármálaupplýsinga.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs.
- Framsýni, metnaður og færni í teymisvinnu.
- Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
Um RÚV:
RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk RÚV skoðar samfélagið með gagnrýnum hætti, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar. RÚV tekur virkan þátt í íslensku menningarlífi með því að skapa, miðla og fjalla um öll svið menningar og lista. RÚV sýnir frumkvæði og djörfung í sköpun sinni, miðlun og umfjöllun.
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) og Sigríður Sandholt ([email protected]) í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 27. september 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Við hvetjum áhugasöm til að sækja um starfið, óháð kyni, uppruna, fötlun eða skertri starfsgetu.