Kultur konur
Kultur konur
Kultur konur

Ert þú næsti verslunarstjóri Kultur?

Ert þú söludrifin, með ríka þjónustulund, skipulögð og með næmt auga fyrir tísku?

Verslunin Kultur konur í Kringlunni óskar eftir ráða öfluga og drífandi manneskju til að sinna starfi verslunarstjóra. Um er að ræða fullt starf í lifandi og fjölbreyttu starfsumhverfi.

Viðkomandi þarf að vera með ríka þjónustulund, eiga gott með mannleg samskipti, snyrtileg og skipulögð ásamt því að vera með jákvætt viðmótt. Reynsla og þekkingu af verslunarstjóra- og sölustörfum er mjög góður kostur.

Helstu hlutverk verslunarstjóra eru að halda utan um daglegan rekstur verslunarinnar, innkaup, bera ábyrgð á sölu og þjónustu við viðskiptavini, ásýnd verslunar ásamt því að leiða hóp starfsmanna.

Verslunin Kultur er ein af verslunum NTC sem er lifandi og fjölbreytt fyrirtæki sem starfrækir 14 eigin verslanir á höfuðborgarsvæðinu, vefverslun, saumastofu í Reykjavík, eigin fataframleiðslu erlendis og heildsölu sem selur fatnað og fylgihluti til margra verslana á Íslandi. Hjá NTC starfa um 140 manns þar sem lagt er mikið uppúr góðum starfsanda og sterkri liðsheild.

NTC hefur margoft hlotið viðurkenningar frá VR sem fyrirmyndafyrirtæki og eins viðurkenningar frá CreditInfo sem framúrskarandi fyrirtæki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Daglegur rekstur á versluninni Kultur
  • Sala og framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini
  • Vöruinnkaup og utanumhald með rekstrarstjóra Kultur
  • Mannaforráð og almenn starfsmannamál
  • Gerð vaktaplana
  • Taka upp vörur, útstillingar og önnur almenn verslunarstörf
  • Samfélagsmiðlar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi þjónustulund og jákvætt viðmót
  • Reynsla af verslunarstjóra- og sölustörfum
  • Næmt auga og áhugi á tísku
  • Færni í mannlegum samskiptum, drifkraftur og vinna vel í teymi
  • Frumkvæði ásamt sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum
  • Metnaður til að ná árangri í starfi
  • Góð samfélagsmiðlakunnátta er kostur
Auglýsing birt11. júlí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar