Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið

Embætti framkvæmdastjóra Menntasjóðs námsmanna

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið óskar eftir metnaðarfullum einstaklingi í embætti framkvæmdastjóra Menntasjóðs námsmanna.

Um starfsemi Menntasjóðs námsmanna fer samkvæmt lögum um sjóðinn nr. 60/2020. Framkvæmdastjóri sinnir daglegum rekstri Menntasjóðsins, sér um fjárreiður, reikningsskil og gerð fjárhagsáætlana og ber ábyrgð á að sjóðurinn starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sjóðsins sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir hans séu nýttir með réttum hætti.

Nánari upplýsingar má finna á starfatorg.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á daglegri starfsemi sjóðsins, fjárreiðum hans og rekstri.

  • Gerð fjárhagsáætlana og eftirfylgni.

  • Ábyrgð á mannauðsmálum.

  • Samstarf við stjórn sjóðsins.

  • Fer með fyrirsvar sjóðsins út á við og ber ábyrgð á samskiptum við fagráðu-neyti og aðra opinbera aðila.

  • Eftirfylgni með framkvæmd laga um Menntasjóð námsmanna og úthlutunar-reglum sjóðsins.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

  • Yfirgripsmikil reynsla á sviði stjórnunar og rekstrar.

  • Þekking og haldgóð reynsla af fjárhagsáætlanagerð og reikningsskilum í samræmi við lög um opinber fjármál.

  • Þekking á málefnum Menntasjóðs námsmanna er æskileg.

  • Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni.

  • Skipulagshæfileikar, sjálfstæði, sveigjanleiki og frumkvæði i starfi.

  • Þekking og reynsla af stjórnsýslulögum.

  • Góð kunnátta í íslensku, ensku og einu norðurlandamáli er æskileg.

Auglýsing birt1. júlí 2025
Umsóknarfrestur11. júlí 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar