
Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.

Deildarstjóri Öldunnar
Aldan býður upp á hæfingu og virkniþjálfun fyrir fólk, 18 ára og eldri með skerta starfsgetu.
Í Öldunni fer fram starfs- og félagsþjálfun þar sem áhersla er lögð á að viðhalda og auka sjálfstæð vinnubrögð, starfsþrek og félagslega færni sem miðar að því að auka hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi og á almennum vinnumarkaði. Starfað er samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, reglugerðum þeim tengdum og sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Við leitum að deildarstjóra sem hefur skýra framtíðarsýn, góða leiðtogahæfileika og með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í stefnumótun um þjónustu við fatlað fólk
- Forysta í faglegu starfi og skipulagi
- Veitir leiðsögn til starfsmanna og leiðbeinenda
- Ber ábyrgð á samvinnu við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast Öldunni
- Útbúa einstaklingsáætlanir, fylgja eftir að unnið sé eftir þeim
- Deildarstjóri er staðgengill í fjarveru forstöðumanns
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í iðju- eða þroskaþjálfun
- Reynsla af starfi við félagsþjónustu, málefni fatlaðra eða sambærileg störf mikilvæg
- Þekking á starfsemi hæfingarstöðva og verndaðra vinnustaða
- Góðir skipulags-, stjórnunar- og leiðtogahæfileikar
- Frumkvæði, vandvirkni og sjálfstæð vinnubrögð
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum ásamt ríkri þjónustulund
- Mjög góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
36 klst vinnuvika
Heilsustyrkur
Auglýsing birt23. október 2025
Umsóknarfrestur6. nóvember 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Sólbakki 4, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiDrifkrafturFagmennskaHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurÖkuréttindiTeymisvinnaUmönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður í þjónustukjarna við Sléttuveg
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsfólk á Heimili fyrir börn
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar

Director Line Maintenance
Air Atlanta Icelandic

Mannauðsstjóri (tímabundið 16.mánaða starf)
AÞ-Þrif ehf.

Spennandi starf í skaðaminnkandi íbúðakjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Deildarstjóri upplýsinga- og samskiptamála hjá Uppbyggingarsjóði EES í Brussel
Financial Mechanism Office (FMO)

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla
Arnarskóli

Aðstoðarkona óskast til starfa
Heiða slf

Skemmtilegt starf á Íbúðakjarna í Breiðholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Kennari ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Deildarstjóri skipulags-, umhverfis- og byggingardeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður