Ævintýraborg við Nauthólsveg
Ævintýraborg við Nauthólsveg
Ævintýraborg við Nauthólsveg

Deildarstjóri í Ævintýraborg við Nauthólsveg

Ævintýraborg við Nauthólsveg er nýlegur sex deilda leikskóli sem er staðsettur við rætur Öskjuhlíðar í göngufæri við Nauthólsvík.

Í svona mikilli nálægð við náttúruna eru helstu áherslur skólans á útinám, frjálsan leik, jákvæð samskipti og skapandi starf. Okkur halda engar hömlur aðrar en okkar eigin takmarkanir.

Í leikskólanum er öflugt félagslíf og okkar lífsspeki er að hafa gaman saman, enda er grunnur að góðum vinnustað í góðri vinnustaðamenningu og vináttu.

Við leitum að leikskólakennara eða starfsmanni með aðra uppeldismenntun sem er til í að slást í hópinn og taka þátt í að móta faglegar áherslur með okkur í leikskólastarfinu.

„Æi, getum við ekki bara leikið okkur saman?“ - Skrímsla leikur

Helstu verkefni og ábyrgð

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra.

Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfi sem fram fer á deildinni.

Að stjórna, skipuleggja og meta starf deildarinnar.

Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá.

Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu og samvinnu við aðra fagaðila.

Menntunar- og hæfniskröfur

Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara.

Reynsla af uppeldis- kennslustörfum með ungum börnum.

Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.

Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.

Fríðindi í starfi

Forgangur barna í leikskóla og afsláttur af dvalargjaldi.

Frír hádegismatur.

Heilsuræktarstyrkur.

Samgöngustyrkur.

Menningar- og bókasafnskort.

Sundkort í allar sundlaugar í Reykjavík.

Betri vinnutími.

Auglýsing stofnuð19. apríl 2024
Umsóknarfrestur24. apríl 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar