Fossvogsskóli
Fossvogsskóli
Fossvogsskóli

Kennari í Fossvogsskóla

Fossvogsskóli er hverfisskóli staðsettur í Fossvogsdalnum þar sem eru greiðar göngu- og hjólaleiðir í ein fallegustu útivistarsvæði borgarinnar; Elliðaárdalinn og Nauthólsvíkina. Nemendafjöldi er um 350 í 1. – 7. bekk og starfsmenn eru rúmlega 50.

Fossvogsskóli hefur á að skipa öflugu starfsfólki. Hann er þátttakandi í Grænfánaverkefni Landverndar og verkefni um Heilsueflandi grunnskóla og vinnustaðar. Í skólanum er unnið með læsi á fjölbreytilegan máta og byggt er á teymiskennslu og samvinnu kennara. Fossvogsskóli vinnur í anda Uppeldis til ábyrgðar og áhersla er á verk- og listgreinar, útivist og fjölbreytt og sveigjanlegt skólastarf. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og góðri fagþekkingu á skólastarfi og er tilbúinn til þess að taka þátt í skólaþróun.

Nánari upplýsingar um starfið veitir María Helen Eiðsdóttir, skólastjóri í síma 411-7570.

Ráðið er frá 1. ágúst í 100% starfshlutfall. Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsóknarfrestur er til að með 17. maí nk.

Umsókn skal fylgja ferilskrá um menntun og fyrri störf.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipuleggur nám, kennslu og námsmat nemenda samkvæmt markmiðum og námskrá
  • Sinnir daglegu fagstarfi og kennslu barna á sínu skólastigi
  • Vinnur að skólaþróun og uppbyggingu skólasamfélagsins ásamt samtarfsfólki
  • Stuðlar að velferð nemenda og samstarfi við foreldra og annað fagfólk
  • Tekur þátt í teymisvinnu
  • Foreldrasamskipti og samvinna heimilis og skóla
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu
  • Sérhæfing eða reynsla af kennslu á yngsta eða miðstigi
  • Áhugi á skólaþróun
  • Reynsla af foreldrastarfi
  • Sjálfstæði, sveigjanleiki, frumkvæði og góð samskiptahæfni
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Góð tölvukunnátta
  • Reynsla af teymisvinnu í grunnskóla
  • Hreint sakarvottorð
Auglýsing stofnuð2. maí 2024
Umsóknarfrestur17. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Haðaland 26, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar