
Vinaminni
Vinaminni er sérhæfð dagdvöl fyrir fólk með heilabilun. Dagdvöl sem þessi er mikilvæg til þess að virkja þann sem er með heilabilun, örva og hvetja til alls þess sem hann ræður við. Efla sjálfstraust og draga úr vanlíðan og vanmætti. En dagdvölin er ekki síður mikilvæg til að geta létt undir með ástvinum og aðstandendum og veita þeim ráðgjöf og stuðning til að takast á við þau vandamál sem upp kunna að koma.
Hlutverk starfsmannanna er að þjálfa, styðja og styrkja vitsmunalega og líkamlega hæfni einstaklingsins svo að hann geti viðhaldið sjálfstæði sínu eins lengi og kostur.
Mottó okkar er að öllum líði vel og hlakki til að koma til okkar á morgnana. Við leggjum okkur fram um að skapa rólegt og notalegt andrúmsloft í Vinaminni og hafa hlýju og umhyggju að leiðarljósi.

Dagþjálfunin Vinaminni óskar eftir sjúkraliða
Dagþjálfunin Vinaminni óskar eftir sjúkraliða í 94% stöðu. Vinaminni er sértæk dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun. Unnið er alla virka daga frá kl 8:30 – 15:30, frí um helgar og rauða daga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1.október n.k.
Starfsmaður í dagdvöl starfar samkvæmt lögum og reglugerð sem við eiga og samkvæmt stefnu Sveitarfélagsins Árborgar.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umönnun þjónustuþega
- Stýra virknistarfi þjónustuþega
- Veita þjónustuþegum félagsskap og stuðning
- Sinnir þeim verkefnum sem yfirmaður felur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sjúkraliðamenntun áskilin
- Reynslu af vinnu með öldruðum og einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma æskileg
- Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Færni í mannlegum samskiptum og samvinnu áskilin
- Góð íslenskukunnátta áskilin
- Jákvæðni, þolinmæði, stundvísi og heiðarleiki áskilin
Auglýsing birt1. september 2025
Umsóknarfrestur15. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Vallholt 19, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHeiðarleikiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sjúkraliði - Klettaskóli
Klettaskóli

Sjúkraliði á næturvaktir - Vöknun Hringbraut
Landspítali

Fjölbreytt og skemmtilegt starf á Tannlæknastofu
Tannlæknastofa Grafarvogs

Sjúkraliði á blóð- og krabbameinslækningadeild
Landspítali

Sjúkraliðanemar á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild
Landspítali

Umönnun Framtíðarstarf - Ísafold
Hrafnista

Sjúkraliði á meðferðareiningu geð- og fíknisjúkdóma
Landspítali

Sjúkraliði á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Viltu vera á skrá? Sjúkraliði með starfsleyfi
Landspítali

Sjúkraliði
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Aðstoðarmanneskja í sjúkra - og iðjuþjálfun - Boðaþing
Hrafnista

Sjúkraliði á legudeild geðrofssjúkdóma
Landspítali