
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Sjúkraliði á ferð og flugi um borgina
- Ert þú sjúkraliði í leit að nýjum tækifærum í starfi?
- Viltu upplifa töfra þess að hjúkra fólki í þeirra eigin umhverfi?
- Viltu fá tækifæri til að veita hjúkrunarþjónustu til fólks í borginni og kynnast þeirri fjölbreytni sem starfið býður upp á ?
- Viltu kynnast því hvernig er að starfa í samþættri heimaþjónustu?
- Viltu taka þátt í að þróa og innleiða nýjar leiðir til að veita heilbrigðisþjónustu í umhverfi sem tekur sífelldum breytingum?
Ef svarið er JÁ- þá ert þú tilvalinn liðsmaður til að taka þátt í að móta framtíðar heimaþjónustu í breyttu landslagi heilbrigðiskerfisins.
Ef þú vilt hoppa á vagninn- skelltu þá inn umsókn!
Sjúkraliðar í heimaþjónustu sinna margvíslegum verkefnum, þar sem markmiðið er að fólk og fjölskyldur njóti betri og einstaklingsmiðaðri þjónustu til að styðja við og hámarka heilsu, velllíðan og sjálfstæði.
Reykjavíkurborg er leiðandi í samþættri heimaþjónustu og veitir þjónustu í fremstu röð. Við í Norðurmiðstöð leitum að sjúkraliðum til að ganga til liðs við okkar frábæra starfsmannahóp. Starfshlutfall og vinnutími er samkomulag.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sjúkraliðamenntun, íslenskt starfsleyfi.
- Þekking og reynsla af sjúkraskrárkerfi Sögu og RAI mælitækjum æskileg.
- Íslenskukunnátta á bilinu B2-C2 í samræmi við evrópska tungumálarammann.
- Ökuréttindi.
- Frumkvæði og faglegur metnaður.
- Góð samskipta og skipulagshæfni
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
- Sund og menningarkort
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
- Mötuneyti
- 36 stunda vinnuvika.
Auglýsing birt27. ágúst 2025
Umsóknarfrestur10. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (9)

Öflugur og metnaðarfullur teymisstjóri óskast á íbúðakjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Villtu leiða teymi sem sér um hópastarf barna?
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Metnaðarfullur og drífandi teymisstjóri óskast
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Öflugur forstöðumaður óskast í íbúðakjarna fyrir geðfatlað fólk
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Við leitum að drífandi og metnaðarfullum stuðningsráðgjafa
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Vilt þú stuðla að virkni og vellíðan í Samfélagshúsi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi framtíðarstarf þroskaþjálfa
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (11)

Erum að ráða sjúkraliða
Heilsuvernd Vífilsstaðir

Sjúkraliðar á hjarta-, lungna-, augnskurðdeild og nýrnalækningadeild
Landspítali

Aðstoð á tannlæknastofu
Tannlæknaþjónustan

Sjúkraliði á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild
Landspítali

Sjúkraliðar í blóðtökuþjónustu
Landspítali

Tanntæknir, aðstoðarmaður tannlæknis.
Tannlind

Aðstoðarmaður tannlæknis
Bæjarbros

Sjúkraliði á heilsugæslustöð HVE Stykkishólmi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Starfsmenn óskast í stoðþjónustu við fötluð börn
Akraneskaupstaður

Sjúkraliðar á sjúkradeild
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)

Viltu vera á skrá? Sjúkraliði með starfsleyfi
Landspítali