Klettaskóli
Klettaskóli

Sjúkraliði - Klettaskóli

Klettaskóli auglýsir starf sjúkraliða laust til umsóknar.

Klettaskóli er sérskóli fyrir nemendur með þroskahömlun og viðbótarfatlanir á aldrinum 6-16 ára og þjónar öllu landinu. Eitt af hlutverkum skólans er að veita starfsfólki annarra grunnskóla ráðgjöf og stuðning vegna nemenda sem hafa svipaðar þarfir og nemendur í Klettaskóla. Einstaklingsmiðun er í námi nemenda Klettaskóla, byggt er á forsendum hvers nemanda og styrkleikum þeirra. Einkunnarorð skólans eru "Menntun fyrir lífið".

Starfsmenn skólans þurfa að hafa góða samstarfs- og samskiptahæfni, vera sveigjanlegir og tilbúnir að takast á við krefjandi en gefandi verkefni.

Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að veita nemendum og foreldrum þeirra heildstæða og faglega þjónustu.

Að vinna að gerð umönnunaráætlana í samstarfi við foreldra, umsjónarkennara og hjúkrunarfræðing skólans og fylgja þeim eftir í starfi.

Stuðla að góðum samskiptum og upplýsingaflæði milli hlutaðeigandi aðila (s.s. skóla, heimila og annarra samstarfsaðila).

Að taka þátt í starfi með börnum á skólatíma.

Menntunar- og hæfniskröfur

Starfsleyfi sjúkraliða

Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

Skipulagshæfileikar og hæfni í samskiptum

Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Góð íslenskukunnátta

Góð almenn tölvukunnátta

Auglýsing birt4. september 2025
Umsóknarfrestur18. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Suðurhlíð 9, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar