Advania
Advania
Advania

Cyber Security Operations Analyst

Advania leitar að hæfileikaríkum og metnaðarfullum sérfræðingi til að ganga til liðs við Skjaldar teymið. Ef þú brennur fyrir öryggismálum og hefur reynslu af greiningu og viðbrögðum við öryggisatvikum, þá viljum við heyra frá þér!

Deildin er skipuð fjölbreyttum hópi sérfræðinga með mismunandi tæknilegar áherslur, sem sinna verkefnum tengdum Azure, Microsoft 365, og öryggismálum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Greining á ógnunum og veikleikum í umhverfi viðskiptavina Advania
  • Bregðast við öryggisatvikum
  • Framkvæma ítarlega öryggisgreiningu á umhverfum
  • Stuðla að auknu öryggi fyrir viðskiptavini Advania

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla af starfi við netöryggi eða sambærileg reynsla er æskileg
  • Þekking á Microsoft 365 XDR
  • Þekking á Microsoft 365, Windows og Windows Server
  • Færni í notkun greiningartækja (t.d. SIEM)
  • Góð enskukunnátta
  • Auðvelt með að tileinka sér nýja hluti
  • Auðvelt með að vinna eftir ferlum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Framúrskarandi þjónustulund
  • Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun
Auglýsing birt2. október 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar