Bókasafn Kópavogs
Bókasafn Kópavogs
Bókasafn Kópavogs

Bókavörður á Bókasafni Kópavogs - Lindasafni

Bókasafn Kópavogs óskar eftir bókaverði í 75% starfshlutfall á Lindasafn. Starfið felst meðal annars í afgreiðslu og þjónustu við lánþega safnsins á öllum aldri.

Bókasafn Kópavogs býður Kópavogsbúum og öðrum aðgengi að þekkingu og stuðlar að fjölbreyttri, öflugri og skipulagðri menningarstarfsemi ásamt fræðslu fyrir samfélagið í heild. Safnið hefur það að leiðarljósi að vera í fararbroddi almenningsbókasafna í landinu hvað varðar þjónustu, safnkost og búnað og á safninu starfar samheldinn og öflugur starfsmannahópur.

Lindasafn er samsteypusafn með skólasafni Lindaskóla og er jafnframt hluti af menningarhúsunum í Kópavogi.

Um tímabundna ráðningu til eins árs er að ræða, frá apríl 2026 til apríl 2027.

Helstu verkefni og ábyrgð

-Þjónusta við lánþega safnsins og upplýsingagjöf ásamt almennum afgreiðslustörfum.

-Frágangur safnefnis til útláns og uppröðun á safnefni.

-Aðstoð við viðburði.

-Umsjón með sögustundum.

-Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

-Stúdentspróf.

-Mikil þjónustulund, góð framkoma, snyrtimennska og lipurð í mannlegum samskiptum.

-Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi, öguð og vönduð vinnubrögð og ábyrgðarkennd.

-Reynsla af vinnu með börnum og ungmennum er kostur.

-Almenn grunnþekking á bókmenntum og gott vald á íslensku og ensku.

-Reynsla af vinnu á bókasafni og/eða menningarmálum er kostur.

-Góð almenn tölvukunnátta.

Auglýsing birt29. janúar 2026
Umsóknarfrestur16. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Núpalind 7, 201 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar