Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður

Þjónustufulltrúi tæknimála

Sveitarfélagið Hornafjörður leitar að sjálfstæðum og duglegum starfsmanni í starf þjónustufulltrúa tæknimála. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem frumkvæði, samskiptafærni og skipulögð vinnubrögð fá að njóta sín.

Þjónustufulltrúi tæknimála tryggir áreiðanlega og skilvirka tækniaðstoð og rekstur upplýsingatæknikerfa hjá sveitarfélaginu þannig að allar stofnanir sveitarfélagsins geti sinnt daglegri starfsemi án meiriháttar truflana.

Um er að ræða 100% starf og er um staðbundið starf í Hornafirði að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eigi síðar en 1. júní 2026.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsýsla með notendur í tölvukerfum sveitarfélagsins.  
  • Notendaþjónusta við starfsmenn allra stofnana sveitarfélagsins.  
  • Umsýsla í upplýsingakerfum sveitarfélagsins. T.d símkerfi, málakerfi, prentkerfi og í Microsoft 365 umhverfi sveitarfélagsins.   
  • Uppsetning á nýjum tölvubúnaði fyrir starfsmenn/stofnanir.  
  • Vinna við heimasíður sveitarfélagsins.  
  • Þátttaka í innleiðingum á nýjum lausnum.  
  • Þátttaka í stefnumótun í málaflokknum.  
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi, t.d nám í upplýsingatækni, kerfistjórnun eða tölvunarfræði er kostur. 
  • Áhugi eða reynsla af kerfistjórnun í Windows. 
  • Góð þekking eða áhugi á upplýsingatækni og skýjalausnum.  
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur. 
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði.   
  • Rík þjónustulund og skipulögð vinnubrögð eru skilyrði.  
  • Hæfni til að tileinka sér nýja tækni fljótt og örugglega er skilyrði.   
Velkomin(n) til Hornafjarðar – þar sem náttúran, samfélagið og framtíðin mætast

Í Hornafirði býðst þér einstakt tækifæri til að lifa og starfa í einu af öflugustu og fallegustu sveitarfélögum landsins. Hér móta jöklar, fjöll og strandlengja stórbrotið landslag sem veitir bæði innblástur og ró.

Hornafjörður er barnvænt, öruggt og samhent samfélag með öfluga skóla, fjölbreytt tómstundastarf og trausta innviði. Uppbygging er í fullum gangi – í atvinnulífi, þjónustu og menningu – og framtíðin björt.

Ef þú leitar að lífsgæðum, nánara sambandi við náttúruna og samfélagi þar sem framlag þitt skiptir máli – þá er Hornafjörður rétti staðurinn fyrir þig.

Auglýsing birt30. janúar 2026
Umsóknarfrestur14. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hafnarbraut 27, 780 Höfn í Hornafirði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar