

Bifreiðasmiður
Höldur bílaverkstæði óskar eftir að ráða bifreiðasmið á tjónaverkstæði fyrirtækisins.
Bílaverkstæði Hölds er staðsett í rúmgóðu húsnæði við Þórsstíg 4 á Akureyri og er útbúið nýjasta tækjakosti.
Á verkstæðinu sem er bæði almennt bílaverkstæði og tjónaverkstæði starfa nú um 35 starfsmenn.
- Útlitsviðgerðir
- Viðgerðir á burðarvirki bifreiða
- Rúðuskipti
- Plastviðgerðir
- Sveinspróf í bifreiðasmíði eða reynsla úr faginu
- Bílpróf, meirapróf er kostur
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Höldur ehf., sem fagnaði 50 ára afmæli sínu í fyrra, rekur m.a. Bílaleigu Akureyrar, stærstu bílaleigu landsins ásamt því að reka almenna bílaþjónustu á Akureyri þ.e. hjólbarðaverkstæði, bílaverkstæði og bílasölu.
Höldur kappkostar að vera framúrskarandi vinnustaður þar sem umhyggja er borin fyrir sérhverjum starfsmanni. Með áherslu á gleði, jafnrétti, gott starfsumhverfi, starfsþróun og góða fyrirtækjamenningu er skapaður eftirsóknarverður vinnustaður.













