NPA miðstöðin
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin

Barngóð NPA aðstoðarmanneskja óskast

Heill og sæll atvinnuleitandi góður!

Ég er 35 ára karlmaður sem er búsettur í Árbænum ásamt eiginkonu minni og börnum og ég er leita að aðstoðarfólki í NPA þjónustu.

Ef þú ert einstaklingur sem hefur náð 20 ára aldri, ert hress, opinn, reyklaus, ert með þokkalega íslensku-kunnáttu, getur tekið leiðsögn og átt auðvelt með mannleg samskipti, þá er ég að leita að þér.

Ég er að leita að aðstoðarfólki í fullt framtíðarstarf.

Í starfinu felst aðstoð við líkamlegt hreinlæti, heimilisþrif, aðstoð við eldamennsku og verslunarferðir, aðstoð við að sinna börnunum mínum sem eru 1 árs og 3 ára og ýmis konar aðstoð við daglegar athafnir.

Vaktarskipulag er þannig að unnið er í viku frá mánudegi til sunnudags frá 7:45 - 19:45 og svo er vikufrí, möguleiki er á að það verði næturvaktir í framtíðinni.

Sett eru skilyrði um að viðkomandi sé með hreint sakavottorð. Bílpróf er skilyrði.

Starfið er laust og best væri að umsækjandi gæti byrjað sem fyrst.

Auglýsing birt21. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Líkamlegt hreystiPathCreated with Sketch.Ökuréttindi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar