

Atferlisfræðingur til skólaþjónustu
Skólaþjónusta Árborgar auglýsir lausa stöðu atferlisfræðings. Skólaþjónustan er hluti af fjölskyldusviði Árborgar þar sem mikil áhersla er lögð á þverfaglegt samstarf skóla-, velferðar- og frístundaþjónustu.
Skólaþjónustan sinnir margþættum verkefnum með það að leiðarljósi að mæta fjölbreyttum þörfum barna, foreldra og starfsfólks skóla og frístundar. Mikil áhersla er lögð á snemmtækan stuðning, lausnaleit, þróun úrræða, öfluga skólaþróun, fræðslu og námskeið bæði fyrir börn, foreldra og starfsfólk skóla og frístundar.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa um 12.000 íbúar þar af um 2300 börn í leik- og grunnskólum. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi
- Mat á virkni og skilgreining á hegðun, líðan og færni barna og unglinga. Skráning og úrvinnsla úr skráningum og/eða matslistum.
- Ráðgjöf og eftirfylgd til forsjáraðila og starfsfólks leik- og grunnskóla vegna hegðunar, líðan og færni barna og unglinga.
- Þjálfun og fræðsla í að nota aðferðir til að fyrirbyggja og draga úr óæskilegri hegðun og auka færni.
- Þróun úrræða í samráði við aðra starfsmenn fjölskyldusviðs .
- Ábyrgð og uppsetning á íhlutun og eftirfylgni með henni.
- Öflun og viðhald þekkingar á gagnreyndum aðferðum innan atferlisfræðinnar.
- Hásklólamenntun á sviði sálfræði eða á sviði menntunar-, uppeldis- eða kennslufræði.
- Framhaldsmenntun í hagnýtri atferlisgreiningu er skilyrði
- Sérfræðivottun SATÍS æskileg
- Reynsla af starfi úr leik- og/eða grunnskólum er skilyrði
- Reynsla af teymisvinnu og þverfaglegu samstarfi æskileg
- Lipurð og góð færni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og góð skipulagshæfni
- Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti er skilyrði
Sveigjanlegur vinnutími, full vinnustytting, góður starfsandi, handleiðsla
