Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Skipulagsfulltrúi

Sveitarfélagið Árborg auglýsir starf skipulagsfulltrúa laust til umsóknar. Skipulagsfulltrúi stjórnar daglegri starfsemi skipulags- og byggingadeildar og sér til þess að fagleg vinnubrögð séu ráðandi í öllu starfi deildarinnar. Starfið felur í sér þátttöku í stefnumótun og forystu við þróun og innleiðingu nýjunga og nýrra áherslna í deildinni og að hún sé í fararbroddi hvað varðar þjónustu við notendur og sé í samræmi við ferla og reglur sem eru í gildi.

Skipulagsfulltrúi skal tryggja að starfsemin sé í samræmi við lög og reglugerðir, gildandi fjárhagsáætlun, sett markmið og ákvarðanir bæjarstjórnar og þeirra ráða og nefnda sem hafa með málaflokkinn að gera. Leitað er að drífandi einstaklingi sem hefur metnað og drifkraft til að halda áfram að þróa starfið og skipulagsmál sveitarfélagsins.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun og rekstur á skipulagsdeild
  • Framkvæmd skipulagsmála og ráðgjöf m.a. við íbúa, hönnuði, verktaka og íbúa um skipulagsmál
  • Stofnun lóða og landspildna, skráningar og samskipti við landupplýsingasvið HMS
  • Útgáfa, eftirlit og eftirfylgni með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum
  • Ábyrgð á faglegri ráðgjöf til skipulags- og byggingarnefndar
  • Móttaka erinda og utanumhald um fundarboð og fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar
  • Fjárhagsáætlanagerð og eftirlit með rekstri deildarinnar
  • Verkefnastjórn vegna vinnu við skipulagsáætlanir
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Löggiltur skipulagsfræðingur eða sambærileg menntun og sérhæfing á sviði skipulagsmála sbr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
  • Meistarapróf sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla á sviði skipulags- og byggingarmála og mikil starfsreynsla af gerð skipulagsáætlana
  • Mikil stjórnunarreynsla og reynsla af mannaforráðum
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu
  • Reynsla af verkefnastjórn og utanumhaldi verkefna
  • Góð þekking á skipulagslögum
  • Góð tölvukunnátta og færni í helstu forritum tengdum skipulagsvinnu
  • Þjónustulund, sveigjanleiki og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta og færni til að miðla upplýsingum
  • Þekking á staðháttum æskileg
Auglýsing birt13. mars 2025
Umsóknarfrestur7. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurvegur 67, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (1)