
Bananar
Bananar ehf. er stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í ávöxtum og grænmeti og þjónar stórum hópi viðskiptavina, meðal annars verslunum, veitingahúsum, sjúkrahúsum, skólum, leikskólum og mötuneytum.
Bananar leggja sérstaka áherslu á að uppfylla þarfir og kröfur viðskiptavina sinna um gæði, sanngjörn verð, fjölbreytt vöruúrval og framúrskarandi þjónustu.
Með þetta leiðarljós í forgrunni beina Bananar viðskiptum sínum til framleiðenda í löndum nær og fjær, þar sem uppskera á ávöxtum og grænmeti er fremst á hverjum tíma. Vörur koma til landsins vikulega með skipi og daglega með flugi. Íslenskt grænmeti berst til okkar daglega.
Ávextir og grænmeti verða sífellt mikilvægari þáttur í daglegri neyslu Íslendinga og er það sýn Banana að vera „Hjartað í lýðheilsu Íslendinga“ og með því að leggja sitt að mörkum til þess að auka heilbrigði og hamingju íslensku þjóðarinnar.
Fyrirtækið hefur á að skipa fjölbreyttum og fjölþjóðlegum starfsmannahópi en hjá okkur starfa að jafnaði 105 starfsmenn, með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu.
Allt frá innkaupum til dreifingar leggur starfsfólk Banana sig fram við að koma hágæða ávöxtum og grænmeti til verslana og fyrirtækja um land allt.
Markmið Banana er að vera eftirsóknarverður vinnustaður, skipaður vel þjálfuðu, stoltu og ánægðu starfsfólki. Við leggjum ríka áherslu á jákvæða vinnustaðamenningu sem einkennist af trausti, virðingu og samvinnu heilt yfir.
Gildi fyrirtækisins spila stóran sess í áherslum og stefnu mannauðsmála og eru kjarninn í öllu sem við framkvæmum, hugarfari okkar og samskiptum á vinnustaðnum, hvort sem um ræðir samstarfsfélaga, viðskiptavini eða birgja.
Heiðarleiki | Hamingja | Hugrekki | Heilbrigði

Almenn umsókn
Hjá Bönunum starfar öflugur hópur starfsfólks í fjölbreyttum hlutverkum. Öll vinnum við saman að því að koma hágæða fersku grænmeti og ávöxtum til viðskiptavina á sem skemmstum tíma.
Almennar umsóknir eru rýndar reglulega ef lausar stöður opnast svo við hvetjum áhugasama til að senda inn umsókn.
Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu.
Auglýsing birt9. ágúst 2023
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Korngarðar 1, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorðJákvæðniSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Liðsfélagi á vaktir við vélgæslu
Lýsi

Ertu handlaginn?
GKS innréttingar

Þrifadeild Land Rover
Land Rover

Starf á útilager - Outside warehouse/inventory worker
Einingaverksmiðjan

Strætóbílstjórar í Reykjanesbæ
GTS ehf

Starfsmaður í lagerstarf
GKS innréttingar

Skólabílstjóri/Hópferðabílstjóri í árborg
GTS ehf

Starfsmaður óskast á lager - tiltekt
Esja Gæðafæði

Bílstjóri og tiltekt - driver
Bakarameistarinn

Ökuleiðsögumaður (Driver-Guide)
Hótel Húsafell

Steypusögun - Concrete cutting
Ísbor ehf

Johan Rönning óskar eftir þjónustufulltrúum
Johan Rönning