

Aðstoðarforstöðumaður
Aðstoðarforstöðumaður óskast í félagsmiðstöðina Þebu
Félagsmiðstöðin Þeba er staðsett í Smáraskóla. Í Þebu er lögð áhersla á að bjóða upp á uppbyggilegt frístundastarf fyrir börn og unglinga í 5.-10.bekk. Áhersla er lögð á að ná til þeirra sem þarfnast félagslegs stuðnings og að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni sem byggir á vali barnanna. Félagsmiðstöðvastarfinu er jafnframt ætlað að styðja við samskipta- og félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun og heilbrigði.
Aðstoðarforstöðumaður er nánasti samstarfsmaður forstöðumanns og vinnur að mótun faglegs starfs og starfsáætlun í samráði við forstöðumann og frístundadeild Kópavogsbæjar. Aðstoðarforstöðumaður vinnur í anda lýðræðis og vinnur markvisst að því að auka sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra sem taka þátt í starfinu.
- Aðstoðarforstöðumaður er staðgengill forstöðumanns og nánasti samstarfsaðili.
- Aðstoðarforstöðumaður vinnur að mótun faglegs starfs og starfsáætlun í samráði við forstöðumann.
- Aðstoðarforstöðumaður hefur umsjón með skipulagi daglegrar starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og skipuleggur hópastarf fyrir nemendur í 5.-10. bekk í samráði við forstöðumann.
- Hefur umsjón með samskiptum við foreldra/forsjáraðila vegna barna og unglinga þeirra í samráði við forstöðumann.
- Fylgist vel með líðan og velferða barna og unglinga og leiðbeinir í samskiptum þeirra.
- Hefur umsjón með skipulögðu frístundastarfi ólíkra hópa barna og unglinga í samræmi við þeirra þarfir í samráði við forstöðumann.
- Tekur þátt í innkaupum fyrir félagsmiðstöðina í samráði við forstöðumann.
- Stúdentspróf, sambærileg menntun og eða starfsreynsla sem nýtist í starfi.
- Reynsla af stjórnun og skipulögðu starfi með börnum æskileg.
- Hæfni til að skipuleggja faglegt starf og veita því forystu.
- Jákvætt viðmót og ánægja af að vinna með börnum og unglingum.
- Færni í mannlegum samskiptum og sköpunargleði.
- Frumkvæði og sjálfstæði í störfum.
- Góð skipulagshæfni og fagleg vinnubrögð.
- Góð íslenskukunnátta.
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.





