Ábyrgðaraðili varmastöðva í virkjunum ON
Orka náttúrunnar er leiðandi afl í nýsköpun og þróun endurnýjanlegrar orku.
Í virkjunum okkar framleiðum við rafmagn til allra landsmanna og heitt vatn fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Við leitum að metnaðarfullum liðsauka í deild Orkuframleiðslukerfa í virkjunum Orku náttúrunnar.
Í starfinu felast fjölbreytt og krefjandi verkefni, þ.á.m. ábyrgða- og sérfræðihlutverk tengd búnaði varmastöðva, lofthreinsistöðva, vetnisstöðva og þrýstiloftskerfa í virkjunum okkar á Hellisheiði og Nesjavöllum.
Starfsstöð starfsins er í Hellisheiðarvirkjun en viðkomandi mun að auki sinna verkefnum sínum á öðrum virkjanasvæðum ON.
Á meðal helstu viðfangsefna starfsins er skipulagning viðhaldsverkefna í tengslum við búnað á borð við hita-, rennslis- og þrýstiskynjara, dælur, gíra, loka, loftpressur, loftþurrkara, lagnir o.fl.
Ábyrgðaraðili lofthreinsi-, vetnis- og varmastöðva skipuleggur verkefni, tryggir gott flæði þeirra, forgangsraðar í samráði við deildarstjóra eða þá samstarfsaðila sem við á hverju sinni og vinnur í takti við sjálfbærnistefnu ON.
Viðkomandi sér jafnframt um skipulagningu og eftirfylgni með smærri fjárfestinga- og umbótaverkefnum ásamt því að gegna stuðningshlutverki fyrir aðrar einingar í sambærilegum verkefnum.
Á meðal annarra verkefna er þátttaka í mótun ferla og umbóta í tengslum við flæði verka, þátttaka í þróun DMM viðhaldsstjórnunarkerfis ON og útgáfa verkbeiðna.
Í framangreindu felst m.a. gerð áhættumats, verklýsinga og áætlanagerða, öflun aðfanga, forgangsröðun verka og upplýsingagjöf til hagsmunaaðila
- Tæknimenntun á sviði vélbúnaðar eða sambærilegra greina
- Reynsla af vélbúnaði í iðnaðarrekstri, t.d. úr stóriðju, virkjunum eða sambærilegu starfsumhverfi
- Reynsla af varmastöðvum, vetnisstöðvum, lofthreinsistöðvum og/eða þrýstiloftskerfum er kostur
- Þekking á DMM viðhaldsstjórnunarkerfinu er kostur
- Sterk samskiptafærni er mikilvæg þar sem starfið krefst náins samstarfs við deildarstjóra, tæknifólk og aðra hagaðila
- Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
- Góð tölvufærni. Reynsla af notkun viðhaldsstjórnunar- og/eða verkbeiðnakerfa er kostur
- Þekking á öryggis- og umhverfismálum er kostur