Akureyri
Akureyri
Akureyri

Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar: Umsjónarmaður véla og tækja

Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða drífandi Umsjónarmann véla og tækja í 100% starf sem er ótímabundið. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi.

Umhverfismiðstöð sér um rekstur gatna og opinna svæða í bænum ásamt fjölda annarra verkefna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Viðhald á bifreiðum, vélum og tækjum, þar á meðal dráttavélum, hjólaskóflum, vegheflum, sláttuvélum og öðrum tækjum, bæði stórum og smáum.
  • Eftirlit og fyrirbyggjandi viðhald á tækjum og bifreiðum.
  • Að sjá um pantanir rekstraraðfanga er tengjast vélum og tækjum.
  • Að sjá um verklag við skráningu viðhalds og bilana véla og tækja.
  • Viðhald á Malbikunarstöð Akureyrarbæjar ásamt því að sjá til þess að öll aðföng og varahlutir í stöðina séu á lager.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sveinspróf eða sambærilegt í bifvélavirkjun, vélvirkjun, vélstjórn eða í sambærilegum greinum.
  • Almenn ökuréttindi.
  • Meirapróf og vinnuvélaréttindi er kostur.
  • Æskileg er sérþekking á loft-, vökva- og stýrikerfum, sjálfskiptingum og rafbúnaði.
  • Reynsla innan starfssviðs.
  • Reynsla af verkstjórnun er kostur.
  • Samstarfsvilji, lipurð í samskiptum og þjónustulund.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni.
  • Metnaður til árangurs.
  • Gerð er krafa um vammleysi, þ.e. gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Utworzono ofertę pracy22. January 2026
Termin nadsyłania podań4. February 2026
Znajomość języków
Brak wymagań językowych
Lokalizacja
Réttarhvammur
Rodzaj pracy
Kompetencje
PathCreated with Sketch.Mechanika samochodowaPathCreated with Sketch.InicjatywaPathCreated with Sketch.Interakcje międzyludzkiePathCreated with Sketch.AmbicjaPathCreated with Sketch.Prawo jazdyPathCreated with Sketch.Samodzielność w pracyPathCreated with Sketch.OrganizacjaPathCreated with Sketch.Uprawnienia czeladniczePathCreated with Sketch.MechanikaPathCreated with Sketch.Nastawienie do klienta
Zawody
Tagi zawodowe