

Tengiliður farsældar barna – Víðistaðaskóli
Víðistaðaskóli óskar eftir að ráða tengilið farsældar barna fyrir skólaárið 2025-2026.
Í Víðistaðaskóla eru um 500 nemendur í 1. – 10. bekk. Leiðarljós skólans eru ábyrgð, virðing, vinátta og grundvallast starf skólans af þeim gildum.
Í Víðistaðaskóla fögnum við fjölbreytileikanum og er áhersla lögð á að hver nemandi fái kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína. Lögð er áhersla á líðan nemenda, fjölbreytta kennsluhætti og góðan námsárangur. Í skólanum er skapandi og gefandi námsumhverfi þar sem allir aðilar leitast við að gera námið áhugavert og skemmtilegt. Unnið er að þróun teymiskennslu og notkun spjalda í skólastarfi. Í skólanum er metnaðarfullt starf sem byggir á skólaþróun og nemendalýðræði. Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóli og starfar í anda grænfánans þar sem lögð er áhersla á umhverfismennt og útikennslu. Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að styrkja og efla jákvæð samskipti milli nemenda sem annarra í skólasamfélaginu. Í Víðistaðaskóla er góður starfsandi og samheldni meðal þeirra sem í skólanum starfa.
Ráðið verður í starfið frá og með 1. september og er starfið tímabundið í eitt ár. Starfshlutfall ráðningar er 49% en möguleiki er á aukningu í starfshlutfalli í öðrum störfum innan skólans s.s. kennslu.
Markmið með starfi tengiliðar farsældar barna í leik- og grunnskólum er að stuðla að því að nemendur og foreldrar sem á þurfa að halda hafi greiðan aðgang að samþættri þjónustu við hæfi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Veita foreldrum og nemendum sem á þurfa að halda upplýsingar um samþætta farsældarþjónustu
- Skipuleggja, samhæfa og fylgja eftir þjónustu á fyrsta stigi samþættingar í kjölfar frummats
- Meta og/eða eiga samráð um mat á þörf fyrir annars eða þriðja stigs þjónustu og þar með skipan málstjóra
- Stuðla að þátttöku foreldra og nemenda í ákvarðanatöku og úrræðum
- Samvinna og fræðsla til stjórnenda, kennara og annars starfsfólks skóla
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf kennara/löggild starfsréttindi heilbrigðisstéttar eða sambærileg menntun sem tengist starfi með börnum og fjölskyldum
- Nám á framhaldsstigi í farsæld barna er kostur
- Haldgóð reynsla af starfi með börnum og eftir atvikum fjölskyldum
- Þekking á verkefnastjórnun er kostur
- Þekking á snemmtækum og hagnýtum verkfærum til stuðnings nemendum
- Leikni í ráðgjöf í þverfaglegu samstarfi
- Samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.
Nánari upplýsingar um starfið veita Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri, og Valgerður Júlíusdóttir aðstoðarskólastjóri í tölvupósti á [email protected] eða í síma 595-5800.
Umsóknarfrestur er til og með 5. september 2025.
Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

































