

Stuðningsfulltrúi - Grunnskólinn í Borgarnesi
Grunnskólinn í Borgarnesi óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í samþætt verkefni fyrir skólaárið 2025-2026.
Við leitum að ábyrgum aðila í samþætt starf stuðningsfulltrúa í 100% stöðuhlutfall. Þetta starf felst í stuðningi á yngsta stigi fram að hádegi og í Frístund eftir hádegi. Unnið er náið í teymi með stuðningsfulltrúum, kennurum, þroskaþjálfa og öðrum sérfræðingum.
Í Grunnskólanum í Borgarnesi eru um 330 nemendur í 1.–10. bekk og um 60 starfsmenn. Við skólann starfar öflugur samhentur starfsmannahópur með það að leiðarljósi að gera gott skólastarf enn betra.
Gildi skólans eru sjálfstæði, ábyrgð, virðing og samhugur.
- Aðstoða við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi
- Vinna eftir áætlun sem kennari og/eða þroskaþjálfi hefur útbúið
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af starfi með börnum er æskileg
- Góð íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Samskipta- og samstarfshæfni
- Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
- Jákvæðni og sveigjanleiki
- Afsláttur af árskorti í íþróttamiðstöðvar Borgarbyggðar
- Afsláttur hjá Símanum
- Afsláttur á bókasafninu












