

Stöðuvörður - Umhverfis- og skipulagssvið
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða stöðuvörð. Um er að ræða nýtt starf í þjónustumiðstöð á umhverfis- og skipulagssviði og er staðsett að Norðurhellu 2. Um er að ræða 100% stöðu.
Í þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar eru 20 stöðugildi og starfa starfsmenn við mjög fjölbreytt viðhaldsverkefni á svæðum bæjarins sem og við stofnanir.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Stöðuvörður hjá Hafnarfjarðarbæ hefur eftirlit með stöðu ökutækja í samræmi við umferðarlög, lögreglusamþykkt Hafnarfjarðarbæjar og aðrar gildandi reglur
- Starfið felur jafnframt í sér markvisst eftirlit með númerslausum ökutækjum á bæjarlandi og að koma upplýsingum um slík ökutæki til viðeigandi aðila
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun
- Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af sambærilegum störfum
- Þekking á umferðarlögum og reglum sveitarfélaga er kostur
- Góð samskiptahæfni og færni í þjónustu við almenning
- Góð íslenskunátta í orði og riti
- Grunnfærni í notkun tölvu- og snjalltækja
- Vera orðin 20 ára
- Almenn ökuréttindi
- Hreint sakavottorð
Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Viktorsson, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar, í síma 585-5670 eða í gegnum tölvupóst: [email protected]
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.
Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2026.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
islandzki





















