

Staða sérfræðings við Miðstöð skólaþróunar
Laus er til umsóknar staða sérfræðings við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA). Um er að ræða 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst næstkomandi.
Starf sérfræðings á Miðstöð skólaþróunar tekur til ráðgjafar, fræðslu, úttekta, rannsókna og annarra sérfræðistarfa sem unnin eru í skólum með stjórnendum, einstökum kennurum eða kennarahópum, foreldrum og öðrum ráðgjöfum á grundvelli verkefnasamninga sem Miðstöð skólaþróunar gerir. Jafnframt annast sérfræðingur miðstöðvarinnar fræðslu af ýmsu tagi, skipulag ráðstefna og fræðslufunda.
Miðstöð skólaþróunar starfar innan Hug- og félagsvísindasviðs háskólans í nánu samstarfi við kennaradeild. Meginviðfangsefni hennar lúta að ráðgjöf og fræðslu til kennara og skólastjóra varðandi þróunar- og umbótastarf á vettvangi skóla. Miðstöðin stendur einnig fyrir fjölbreyttum ráðstefnum og fræðslufundum. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar. Vinnustaður er í Hafnarstræti 95 og á Sólborg v/Norðurslóð, Akureyri. Sjá nánar á vefslóðinni msha.is
-
Háskólapróf með sérþekkingu í menntunarfræði og að lágmarki meistarapróf á sviði fræða sem tengjast starfsemi miðstöðvarinnar.
-
Leyfisbréf til kennsluréttinda og reynsla af kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskóla.
-
Reynsla af verkefnastjórn, kennsluráðgjöf og umsjón með þróunarstarfi í skólum er nauðsynleg og er sérstaklega horft til reynslu af ráðgjöf á sviði læsis, leiðsagnarnáms, teymisvinnu/teymiskennslu og ráðgjöf til kennara vegna ÍSAT nemenda í grunn- og framhaldsskólum með áherslu á Talking partners aðferðina.
-
Frumkvæði og forystuhæfni.
-
Fagleg og lausnamiðuð vinnubrögð og samstarfshæfni.
-
Góð færni í íslensku og ensku er nauðsynleg og færni í einu skandinavísku tungumáli er æskileg.
Umsókn skal fylgja:
-
Greinargott yfirlit yfir náms- og starfsferil.
-
Staðfest afrit af viðeigandi prófskírteinum.
-
Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
-
Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur, æskilegt er að annar þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda.












