

Deildarstjóri á yngri deild
Óskað er eftir deildarstjóra á yngri deild í 100% starf.
Leikskólinn Kópasteini er fimm deilda leikskóli í tveimur húsum með 98 börn á aldrinum 1- 5 ára á aldursskiptum deildum. Skólinn opnar kl. 7:30 og lokar kl. 16.30. Í starfinu er lögð áhersla á sjálfssprottinn leik í allri sinni fjölbreytni, lífsleikni, tónlist og málrækt.
Börnin fara í vinnustundir í tónlist, skapandi starfi, málrækt og fleiru. Í sjálfssprottna leiknum er notað valkerfið en þá er fjölbreyttur efniviður í boði í frjálsum leiktíma barnanna. Samverustundir eru daglega inni á öllum deildum. Þar er lesið og sungið og hin ýmsu mál rædd í barnahópnum.
Við skólann starfar reynslumikill hópur kennara og starfsfólks sem leggur áherslu á að gera góðan skóla betri alla daga. Gaman saman eru einkunnarorð skólans og endurspeglar það daglegt starf.
- Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins.
- Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar.
- Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar.
- Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn og umönnun eftir þörfum.
- Skipuleggur samvinnu við foreldra barnanna á deildinni t.d. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl.
- Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnannna og stjórnun deildarinnar sem yfirmaður felur honum.
- Leikskólakennararmenntun eða önnur uppeldismenntun.
- Reynsla af vinnu með börnum.
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.
- Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.
- Góð íslenskukunátta.
- Reynsla af stjórnun æskileg.












