Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Spennandi sumarstarf í búsetuþjónustu

Búsetuþjónusta Borgarbyggðar óskar eftir að ráða starfsfólk til sumarafleysinga sumarið 2025.

Um er að ræða 100% starfshlutfall þar sem unnið er á fjölbreyttum vöktum. Skemmtilegt starf fyrir einstaklinga sem elska að vinna með fólki. Góðir tekjumöguleikar eru í boði.

Áætlað ráðningatímabil er frá 1. júní til 31. ágúst 2025.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiðbeinir íbúum og aðstoðar þá við athafnir daglegs lífs, heimilishald og dagleg verkefni eftir því sem við á og þörf krefur
  • Sinnir umönnun og er vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan íbúa og aðstoðar þá varðandi félagslega og heilsufarslega þætti
  • Stuðlar að jákvæðum samskiptum við íbúa og annað samstarfsfólk
  • Veitir félagslegan stuðning í fjölbreyttum aðstæðum 
  • Styður íbúa til þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hæfni til að sýna umhyggju, skilning, virðingu og þolinmæði 
  • Geta til að bera virðingu fyrir sjálfstæði- og sjálfræði þjónustuþega og  virða trúnað við þá í hvívetna
  • Íslenskukunnátta á stigi B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum er skilyrði
  • Ökuréttindi B
  • Hreint sakavottorð 
Fríðindi í starfi
  • Afsláttur af árskorti í íþróttamiðstöðvar Borgarbyggðar
  • Afsláttur hjá Símanum
  • Afsláttur á bókasafninu
Utworzono ofertę pracy8. May 2025
Termin nadsyłania podań22. May 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Brákarbraut 10, 310 Borgarnes
Rodzaj pracy
Odpowiada
Zawody
Oznaczenia