First Water
First Water
First Water

Sérfræðingur í sjálfvirkum stjórnkerfum

Við leitum að sérfræðingi með reynslu í forritun og gangsetningu stjórnkerfa í framtíðarstarf á tæknisviði félagsins.

Starfstöð er í höfuðstöðvum félagsins í Urðarhvarfi eða í Þorlákshöfn

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Forritun á stýrivélum og tengdum búnaði
  • Forritun á skjámyndakerfi (SCADA)
  • Skipulagning prófana og gangsetningu stjórnkerfa
  • Þátttaka í umbótaverkefnum
  • Greiningarvinna og úrvinnsla gagna

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun á sviði rafmagns, tækni- eða verkfræði
  • Reynsla af forritun stýrivéla og skjámyndakerfa
  • Reynsla af gangsetningu og prófunum stjórnkerfa
  • Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Frumkvæði í starfi og umbótahugsun

Nánari upplýsingar veitir Stefán Jeesen, framkvæmdastjóri tæknisviðs, [email protected]

Umsóknafrestur er til og með 16. nóvember.

First Water er framsækið íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að uppbyggingu laxeldis á landi, og nýtir til þess náttúruauðlindir Íslands á sjálfbæran hátt. Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því ríka áherslu á öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.

Utworzono ofertę pracy3. November 2025
Termin nadsyłania podań16. November 2025
Znajomość języków
Brak wymagań językowych
Lokalizacja
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe