

Sérfræðingur
Útlendingastofnun leitar að kraftmiklum sérfræðing til starfa hjá stofnuninni. Helstu verkefni sérfræðings eru afgreiðsla umsókna um dvalarleyfi, íslenskan ríkisborgararétt og vegabréfaáritanir. Sérfræðingur heyrir undir teymisstjóra.
Útlendingastofnun er spennandi vinnustaður á fleygiferð í stafrænni vegferð. Hjá stofnuninni starfar yfir 100 manna samhentur hópur á fjórum sviðum. Umfangsmesti þátturinn í starfsemi stofnunarinnar er útgáfa dvalarleyfa. Útlendingastofnun afgreiðir umsóknir um dvalarleyfi, hvort sem um er að ræða dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku, fjölskyldusameiningar, námsvistar eða vistráðningar. Þá afgreiðir stofnunin einnig vegabréfsáritanir, umsóknir um ríkisborgararétt og umsóknir um alþjóðlega vernd. Lögð er rík áhersla á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn og að starfsandi sé til fyrirmyndar. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu, sveigjanlegan vinnutíma og kost á fjarvinnu. Stofnunin hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu um styttingu vinnuvikunnar og er miðað við 36 stunda vinnuviku hjá öllu starfsfólki.
- Úrvinnsla umsókna um dvalarleyfi, íslenskan ríkisborgararétt og vegabréfaáritanir
- Þátttaka í gerð og þróun verkferla
- Starfa í samræmi við stefnur og markmið stofnunarinnar
- Ráðgjöf til þjónustuþega Útlendingastofnunar
- Samskipti við innlend og erlend stjórnvöld
- Þátttaka í teymisvinnu
- BA eða BS gráða sem nýtist í starfi (t.a.m. stjórnmálafræði, félagsfræði, sálfræði)
- Meistaragráða sem nýtist í starfi er mikill kostur
- Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
- Mjög góð almenn tölvukunnátta
- Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti
- Áhugi á stafrænum lausnum og þróun verkferla
- Góð kunnátta í einu norðurlandatungumáli í ræðu og riti
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri












