FYRR bílaverkstæði
FYRR bílaverkstæði
FYRR bílaverkstæði

Við leitum að Þjónusturáðgjafa!

Við leitum að metnaðarfullum og jákvæðum liðsfélaga til að sinna starfi þjónusturáðgjafa í verkstæðismóttöku.

Hjá FYRR starfar lítill en þéttur hópur sem byggir starfsumhverfið á metnaði, fagmennsku og gleði en við leggjum mikið uppúr því að hafa starfsandann léttan og skemmtilegan.

Markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina og leiða þau í gegnum ferlið að þjónusta bílinn sinn á einfaldan og áhyggjulausan hátt.

Vinnutími er frá kl. 07:45 -16:15 mánudaga til föstudaga.

Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um óháð kyni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Samskipti og þjónusta við viðskiptavini FYRR
  • Undirbúa komu bíla á verkstæði.
  • Vinna kostnaðar- og verkáætlanir
  • Gerð reikninga
  • Umsjón með varahlutapöntunum
  • Náin samvinna við verkstjóra og bifvélavirkja á verkstæði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfileikar
  • Lausnamiðað hugarfar og frumkvæði
  • Heiðarleg, áreiðanleg og vönduð vinnubrögð
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Færni í notkun upplýsingatæknikerfa
  • Reynsla af sölu og þjónustustörfum kostur
Af hverju FYRR?

Við leggjum mikið uppúr því að hafa FYRR fjölskylduvænan vinnustað með frábæran starfsanda og enn betri vinnufélaga.

Við trúum því að það eigi að vera gaman í vinnunni en á sama tíma gera hlutina vel.

 Við setjum mikla áherslu á fræðslu og endurmenntun fyrir starfsfólk og stefnum á að vera leiðandi bifreiðaverkstæði í hraðri þróun bílaiðnaðaðarins.

Utworzono ofertę pracy22. April 2025
Termin nadsyłania podań31. May 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Ojczysty
AngielskiAngielski
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Hamarshöfði 10, 110 Reykjavík
Rodzaj pracy
Zawody
Oznaczenia