
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu.
Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu.
Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín.
Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Öryggis- og húsvarsla fyrir Heilsugæsluna Miðbæ
Heilsugæslan Miðbæ óskar eftir öryggis- og húsverði í 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar nk. eða samkvæmt samkomulagi. Starfið er fjölbreytt og krefst góðrar þjónustulundar og samskiptahæfni.
Heilsugæslan Miðbæ þjónar fyrst og fremst íbúum í 101 Reykjavík, en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Lögð er áhersla á góða samvinnu allra starfsstétta.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Helstu verkefni og ábyrgð
- Öryggisgæsla og aðstoð við skjólstæðinga í móttöku
- Tilfallandi viðhaldsverkefni í samstarfi við fasteignaþjónustu
- Stuðla að öruggu starfsumhverfi á vinnustað
- Eftirlit á biðstofu og viðbrögð við ágreiningi og óæskilegri hegðun
- Gæta þess að neyðarhnappar virki sem skyldi
- Opnun og lokun heilsugæslustöðvar í samstarfi við annað starfsfólk í móttöku
- Veita upplýsingar um starfsemi stöðvar og vísa málum áfram
- Önnur verkefni sem viðkomandi er falin af svæðistjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af þjónustustörfum er kostur
- Leyfi frá lögreglu til að sinna öryggisþjónustu er æskilegt
- Menntun í skyndihjálp er kostur
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Góð þjónustulund
- Íslenskukunnátta æskileg
- Hreint sakavottorð er skilyrði
Fríðindi í starfi
Heilsustyrkur
Samgöngustyrkur
Utworzono ofertę pracy5. November 2025
Termin nadsyłania podań17. November 2025
Znajomość języków
AngielskiWymagane
islandzkiWymagane
Lokalizacja
Vesturgata 7, 101 Reykjavík
Rodzaj pracy
Kompetencje
Samodzielność w pracyPunktualnośćNastawienie do klienta
Zawody
Tagi zawodowe
Więcej ofert pracy (8)

Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Miðbæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Heilbrigðisgagnafræðingur - Heilsugæslan Glæsibæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sjúkraliði - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sérfræðingur í klínískri sálfræði - Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Hamraborg
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Þjónustufulltrúi - Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsluritari - Heilsugæslan Hlíðum
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Hamraborg
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Podobne oferty pracy (6)

Eftirlitsfulltrúi í öryggisdeild
Yrkir eignir ehf.

Vaktmaður / húsvarsla í Laugardalshöll
Laugardalshöll Íþrótta- og sýningarhöllin

Jólagæsla á Akureyri
Securitas

DYRAVÖRÐUR/Doorman (valid Icelandic doorman licence only)
Kaffibarinn ehf

Fjölbreytt störf hjá Öryggismiðstöðinni
Öryggismiðstöðin

Jólagæsla
Securitas