Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsluritari - Heilsugæslan Hlíðum

Langar þig að koma og starfa á nýrri og glæsilegri heilsugæslustöð?

Heilsugæslan Hlíðum leitar að jákvæðum og drífandi heilsugæsluritara til að koma til liðs við okkur. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt í starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Um er að ræða 80% ótímabundið starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Á Heilsugæslunni starfar sérhæft og metnaðarfullt starfsfólk í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði fær að njóta sín. Hjá okkur ríkir góður starfsandi og áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ritar sjúkraskýrslur, tilvísanir og vottorð í sjúkraskrárkerfi
  • Flokkun á pósti og rafrænum sendingum ásamt skönnun rannsóknarniðurstaðna, læknabréfa, frágangi gagna o.fl.
  • Umsjón með tímafjölda/dagskrá í móttöku
  • Aðstoðar við móttöku nýrra starfsmanna
  • Almenn upplýsingagjöf um starfsemi stöðvarinnar
  • Símsvörun, bókanir og móttaka skjólstæðinga
  • Meðhöndlun heilbrigðis- og persónuupplýsinga
  • Aðstoðar móttökuritara í móttöku
  • Ýmis önnur tilfallandi störf

Viðkomandi þarf í sumum tilfellum að opna heilsugæslustöðina að morgni og er því vinnutími frá kl. 8.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Heilbrigðisgagnafræði, nám í heilbrigðisritun eða nám sem nýtist í starfi
  • Reynsla af ritarastarfi skilyrði
  • Reynsla af Sögukerfi æskileg
  • Reynsla af Heilsugátt kostur
  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum er nauðsynleg
  • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
  • Þekking á upplýsinga- og skjalastjórnun
  • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
  • Góð almenn enskukunnáttu æskileg
  • Íslenskukunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi

Heilsustyrkur

Samgöngustyrkur

Utworzono ofertę pracy30. October 2025
Termin nadsyłania podań13. November 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Ojczysty
AngielskiAngielski
Wymagane
Kompetencje na wysokim poziomie
Lokalizacja
Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík
Rodzaj pracy
Kompetencje
PathCreated with Sketch.Pozytywne nastawieniePathCreated with Sketch.Komunikacja telefonicznaPathCreated with Sketch.SumiennośćPathCreated with Sketch.Samodzielność w pracy
Zawody
Tagi zawodowe