

Heilsugæsluritari - Heilsugæslan Hlíðum
Langar þig að koma og starfa á nýrri og glæsilegri heilsugæslustöð?
Heilsugæslan Hlíðum leitar að jákvæðum og drífandi heilsugæsluritara til að koma til liðs við okkur. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt í starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Um er að ræða 80% ótímabundið starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Á Heilsugæslunni starfar sérhæft og metnaðarfullt starfsfólk í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði fær að njóta sín. Hjá okkur ríkir góður starfsandi og áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
- Ritar sjúkraskýrslur, tilvísanir og vottorð í sjúkraskrárkerfi
- Flokkun á pósti og rafrænum sendingum ásamt skönnun rannsóknarniðurstaðna, læknabréfa, frágangi gagna o.fl.
- Umsjón með tímafjölda/dagskrá í móttöku
- Aðstoðar við móttöku nýrra starfsmanna
- Almenn upplýsingagjöf um starfsemi stöðvarinnar
- Símsvörun, bókanir og móttaka skjólstæðinga
- Meðhöndlun heilbrigðis- og persónuupplýsinga
- Aðstoðar móttökuritara í móttöku
- Ýmis önnur tilfallandi störf
Viðkomandi þarf í sumum tilfellum að opna heilsugæslustöðina að morgni og er því vinnutími frá kl. 8.
- Heilbrigðisgagnafræði, nám í heilbrigðisritun eða nám sem nýtist í starfi
- Reynsla af ritarastarfi skilyrði
- Reynsla af Sögukerfi æskileg
- Reynsla af Heilsugátt kostur
- Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum er nauðsynleg
- Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
- Þekking á upplýsinga- og skjalastjórnun
- Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
- Góð almenn enskukunnáttu æskileg
- Íslenskukunnátta skilyrði
Heilsustyrkur
Samgöngustyrkur
 islandzki
islandzki Angielski
Angielski










