Securitas
Securitas
Securitas

Jólagæsla á Akureyri

Securitas leitar að jákvæðum og kraftmiklum einstaklingum sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum og taka að sér starf öryggisvarða yfir jólavertíðina á Akureyri.

Helstu verkefni öryggisvarðar er að hafa eftirlit með rýrnun í verslunum, bregðast við boðum frá öryggishliðum og tryggja sýnileika.

Ef þú….

Býrð yfir framúrskarandi þjónustulund
Hefur snyrtimennsku í fyrirrúmi
Býrð yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum
Réttir fram hjálparhönd

…..þá gætum við verið að leita af þér

Um er að ræða vaktavinnu yfir jólavertíðina sem miðast við opnunartíma verslana, sem er alla jafna milli 10:00 – 23:00.

Möguleiki er á áframhaldandi starfi um sumarið 2026

Starfið hentar öllum kynjum sem náð hafa 18 ára aldri með góða íslenskukunnáttu og hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember næstkomandi. Við hvetjum umsækjendur til að skila inn umsóknum sem fyrst þar sem unnið verður úr þeim jafnóðum og þær berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og er öllum umsóknum svarað.

Nánar upplýsingar um starfið veitir Dagur Elí, verkefnastjóri á Akureyri í síma 580-7000.

Utworzono ofertę pracy3. November 2025
Termin nadsyłania podań18. November 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
AngielskiAngielski
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Tryggvabraut 10, 600 Akureyri
Rodzaj pracy
Kompetencje
PathCreated with Sketch.InicjatywaPathCreated with Sketch.Bez kryminalnej przeszłościPathCreated with Sketch.Pozytywne nastawieniePathCreated with Sketch.Interakcje międzyludzkie
Odpowiada
Zawody
Tagi zawodowe