Hólabrekkuskóli
Hólabrekkuskóli

Náms- og starfsráðgjafi Hólabrekkuskóla

Hólabrekkuskóli auglýsir stöðu náms- og starfsráðgjafa lausa til umsóknar.
Í Hólabrekkuskóla er áhersla lögð á skapandi starf, fjölbreytta gagnreynda kennsluhætti og uppbyggileg samskipti. Hólabrekkuskóli er heildstæður grunnskóli frá 1. – 10. bekk með um 500 nemendur og 70 starfsmenn.

Ef þú ert framsækinn náms- og starfsráðgjafi þá viljum við í Hólabrekkuskóla fá þig til liðs við okkur. Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að styðja við nemendur og liðsinna þeim í málum er snerta nám og líðan.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Efla vitund nemenda um viðhorf sín, áhugasvið og hæfileika þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi.
  • Að veita ráðgjöf um náms- og starfsval nemenda.
  • Að veita persónulega ráðgjöf, bæði í formi einstaklings- og hópráðgjafar.
  • Að vinna í nánu samstarfi við foreldra, kennara, skólastjórnendur og aðra starfsmenn skólans.
  • Sér um fyrirlögn á könnunum.
  • Er tengiliður Farsældar í skólanum.
  • Stýrir nemendaverndarráðsfundum.
  • Önnur verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur

Leyfi til að nota starfsheitið náms- og starfsráðgjafi.

Jákvæður og metnaðarfullur fagmaður.

Framúrskarandi lipurð og færni í mannlegum samskiptum.

Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.

Íslenskukunnátta á stigi C2 samkvæmt samevrópska matskvarðanum.

Stundvísi og samviskusemi.

Fríðindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngusamningur
  • Frítt í sund með ÍTR kortinu
  • Bókasafnskort og frítt á söfn með menningarkortinu
Utworzono ofertę pracy2. September 2025
Termin nadsyłania podań16. September 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Ojczysty
Lokalizacja
Bakkastaðir 2, 112 Reykjavík
Suðurhólar 10, 111 Reykjavík
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe