

Læknar í sérnámsgrunni á Íslandi
Auglýst eru störf lækna í sérnámsgrunni á Íslandi. Um er að ræða starfsnám, um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta lækningaleyfi og sérfræðileyfi, með síðari breytingum.
Upphaf starfa hefst með móttökudögum sem verða dagana 8.-12. júní 2026 og 12.-16. okt 2026. Starf hefst á klínískum deildum 22. júní eða síðar skv. dagsetningum sem tilteknar eru í fylgiskjali með umsókn um sérnámsgrunn. Upphaf ráðningarsamnings miðast við 5 virka daga fyrir upphaf sérnámsgrunns til að dekka móttökudagana. Markmiðið er að veita hnitmiðaða þjálfun og leiðsögn, samkvæmt marklýsingu á viðurkenndri kennslustofnun, þannig að læknir í sérnámsgrunni öðlist reynslu og færni til að geta starfað fagmannlega sem öruggur læknir. Starfsnámið fer fram undir ábyrgð framkvæmdastjóra lækninga á viðkomandi stofnun.
Sérnámsgrunnur er samtals 12 mánaða klínískt starf á viðurkenndum kennslustofnunum. Sérnámsgrunnur skiptist í 4 mánuði í heilsugæslu og 8 mánuði á kennslusjúkrahúsi, þar af að lágmarki 2 mánuði í lyflækningum, 2 mánuði í bráðum lækningum og 2 mánuðum í skurðlækningum.

















































