
Kennari í íslenskuveri
Við leggjum áherslu á skemmtilegt starf í öruggu umhverfi, árangur fyrir alla, upplýsingatækni, sköpun og heilsueflingu. Um 60% nemenda tala íslensku sem annað mál og okkur finnst þessi fjölmenningarlega samsetning nemendahópsins vera kostur fyrir skólann og andrúmsloftið innan hans.
Í skólanum er mikil fagþekking og spennandi gróska í kennslu íslensku sem annars máls sem er leidd áfram af framúrskarandi kennurum. Íslenskuver tekur á móti nemendum í 5. – 10. bekk sem eru nýkomnir til landsins og fá þar markvissa kennslu í íslensku í 3-6 mánuði.
Aðstaðan er til fyrirmyndar, hér er sundlaug, íþróttasalur, hátíðarsalur með hallandi gólfi og alvöru sviði, stórt og glæsilegt bókasafn, tölvur og tæki, hljóð- og myndver og skólalóð sem rúmar mjög vel alla 430 nemendur skólans.
Við getum bætt við okkur kennara í Íslenskuverinu fyrir næsta skólaár. Ef þú hefur áhuga, komdu þá til okkar og kynntu þér skólann.
• Að annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur.
• Að stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk.
• Að þróa framsækið skólastarf í takti við stefnu skólans.
• Að vinna í teymi með öðru starfsfólki.
• Önnur afmörkuð verkefni innan skólans.
• Leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
• Reynsla og þekking á fjölbreyttum kennsluaðferðum.
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
• Faglegur metnaður og sveigjanleiki í starfi.
• Lipurð í samskiptum og jákvæðni.
• Góð tölvu- og tæknikunnátta.
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
• Hreint sakavottorð.













