

Heiðarskóli - Umsjónarkennari á miðstigi
Starfssvið: Umsjónarkennari
Heiðarskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni með þekkingu og reynslu af skólastarfi.
Í Heiðarskóla eru um 465 nemendur og um 80 starfsmenn. Einkunnarorð skólans eru: Háttvísi, hugvit, heilbrigði. Unnið er eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Heiðarskóli hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og er stöðugleiki í starfsmannahaldi. Áhersla er lögð á samvinnu, skapandi hugsun, fjölbreytta kennsluhætti og gott foreldrasamstarf..
Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG. Ráðning er frá 1. ágúst 2025.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
- Kennsla á miðstigi í bóklegum greinum
- Umsjón með nemendum
- Foreldrasamstarf og fagleg vinna í skóla.
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
- Reynsla af kennslu í leik- eða grunnskóla.
- Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
- Góð íslenskukunnátta.
- Færni í samskiptum og samvinnu.
- Frumkvæði, sveigjanleiki og skipulögð vinnubrögð.
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó












