
Ert þú næsti yfirþjálfari handknattleiksdeildar HK?
Vilt þú leiða öflugt barna- og unglingastarf í einu metnaðarfyllsta íþróttafélagi landsins?
Handknattleiksdeild HK óskar eftir kraftmiklum og faglegum yfirþjálfara. Við leitum að einstaklingi sem brennur fyrir þjálfun, menntun og uppbyggingu unga iðkenda og þjálfara. Yfirþjálfari ber ábyrgð á skipulagi og faglegu gæði allrar þjálfunar í yngri flokkum félagsins og vinnur náið með lykilstarfsfólki deildarinnar.
Við leitum að skipulögðum leiðtoga með sterka fagþekkingu, samskiptahæfni og drifkraft til að þróa og efla handboltastarfið í HK.
Frekari upplýsingar veitir Sandra Sigurðardóttir framkvæmdastjóri HK, [email protected]
Helstu verkefni:
• Yfirumsjón með námskrá og gæðaeftirlit
• Leiðbeina og styðja við þjálfara
• Samskipti við foreldra, BUR og HSÍ
• Uppbygging afreksþjálfunar og markþjálfunar
• Aðkoma að mótahaldi, fræðslu og markaðssetningu












