Leikskólinn Austurborg
Leikskólinn Austurborg
Leikskólinn Austurborg

Aðstoðarleikskólastjóri

Leikskólinn Austurborg auglýsir stöðu aðstoðarleikskólastjóra. Um er að ræða gefandi stjórnunarstarf í góðu starfsumhverfi barna og fullorðinna ásamt tækifærum til faglegrar starfsþróunar. Leitað er að leikskólakennara með leiðtogahæfileika sem er tilbúinn að leiða áfram metnaðarfullt starf í Austurborg í góðu samstarfi við stjórnendateymi og starfsfólk leikskólans.

Austurborg er fjögurra deilda leikskóli þar sem einkunnarorðin eru: Vil, Get og Kann. Leikskólinn vinnur í anda hugmyndafræði Reggio Emilia með áherslu á hreyfingu og skapandi starf. Austurborg er Leikur að læra skóli og hefur hlotið vottun sem slíkur. Leikur að læra er hugsað út frá þörfum barna til að leika og hreyfa sig og upplifa námsefnið í gegnum mismunandi skynfæri.

Í Austurborg er gott að vera og þar fer fram metnaðarfullt, skemmtilegt og gefandi starf. Leikskólinn er sífelldri þróun og mótun og leggjum við áherslu á góðan starfsanda þannig að hver og einn fá notið sín í starfi. Leikskólinn er miðsvæðis, staðsettur nálægt helstu samgönguæðum borgarinnar.

Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur, Látum draumana rætast, þar sem leiðarljósin eru virkni og þátttaka barna, aukið samstarf og fagmennska. Stjórnendur í leikskólum borgarinnar eru hluti af fjölmennu teymi fagfólks í öflugu lærdómssamfélagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna ásamt leikskólastjóra og deildarstjórum að daglegri stjórnun auk skipulagningar kennslu- og uppeldisstarfsins.
  • Faglegur leiðtogi, stuðningur og leiðsögn við deildarstjóra og aðra starfsmenn leikskólans.
  • Virkur þátttakandi í mótun stefnu leikskólans og áætlunargerð með leikskólastjóra.
  • Samskipti og samvinna við foreldra í samráði við leikskólastjóra.
  • Staðgengill leikskólastjóra í fjarveru hans.
  • Sinna öðrum verkefnum sem leikskólastjóri felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi.
  • Góð reynsla af starfi leikskólakennara
  • Reynsla af stjórnun æskileg.
  • Stjórnunarhæfileikar og lausnamiðuð hugsun.
  • Mjög góð hæfni og lipurð í samskiptum.
  • Sjálfstæði, áreiðanleiki og frumkvæði.
  • Reynsla og þekking á hugmyndafræði Reggio Emilia og námsleiðinni Leikur að læra æskileg
  • Íslenskukunnátta B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
Fríðindi í starfi

  • 36 stunda vinnuvika
  • Sund- og menningarkort
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Forgangur barna sem búa í Reykjavík inn á leikskóla og afsláttur af dvalargjaldi.
Utworzono ofertę pracy5. September 2025
Termin nadsyłania podań17. September 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Háaleitisbraut 70A, 103 Reykjavík
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe