Landsbankinn

Landsbankinn

Við erum betri saman
Landsbankinn
About the company
Hjá Landsbankanum starfar fjölbreyttur hópur fólks með ólíka þekkingu, reynslu og bakgrunn. Reynslan sem býr í starfsfólkinu styrkir stoðir rekstrarins á meðan fjárfesting í öflugri endurmenntun, starfsþróun og ráðning nýrra starfskrafta tryggir stöðuga framþróun. Við erum hreyfiafl í samfélaginu og vinnum ötullega að því að rödd bankans sé sterk, traustvekjandi, að hún fylli starfsfólk stolti og efli árangursdrifna menningu.

Heimsmarkmiðin

Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð

Jafnlaunavottun

Jafnlaunaúttekt PWC

Svansvottun

ISO 27001 - Stjórnkerfi upplýsingaöryggis

UN Global Compact

Ábyrg ferðaþjónusta

Reykjastræti 6, 101 Reykjavík
Sjálfbærni
Við erum í fararbroddi í sjálfbærni og ætlum að vera það áfram. Við leggjum okkur fram við að þekkja umhverfisáhrifin af starfsemi okkar og skuldbindum okkur til að setja vísindaleg loftslagsmarkmið. Vinna við að greina kolefnisspor okkar og áhrif á samfélagið heldur áfram.

501-1000

employees

Commute

Starfsfólk Landsbankans getur gert samning við bankann um að það nýti sér vistvænar samgöngur.

Home office

Okkur er umhugað um góðan starfsanda og við leggjum áherslu á fræðslu, heilsuvernd og sveigjanleika þar sem þarfir einkalífs og starfs fara saman. Við nýtum ólíkar starfsstöðvar, þegar störf og verkefni bjóða upp á það.

Food / meal at work

Í Mettu elda kokkar og matreiðslumeistarar bankans fjölbreyttan, hollan og einstaklega góðan mat handa öllu starfsfólki bankans.

Health / Sport

Við hjálpum starfsfólki að rækta andlegt og líkamlegt heilbrigði á fjölbreyttan hátt. Við stöndum vörð um velferð starfsfólks, stuðlum að vellíðan þess og tryggjum að aðstæður í vinnu og vinnuumhverfi séu heilsusamlegar.

Activity

Starfsfólk getur sótt um íþróttastyrk á hverju ári sem gildir fyrir hvers konar íþróttir. Mikil stemmning er í kringum Lífshlaupið og Hjólað í vinnuna á meðal starfsfólks ásamt því að ýmsar nefndir og klúbbar eru skipulagðar af starfsfólki, t.d. golfklúbbur, gönguklúbbur, bootcamp hópur ofl.

Entertainment

Okkur finnst mikilvægt að það sé gaman í vinnunni. Við sköpum og nýtum sem flest tækifæri til að koma saman, bæði til að vinna og njóta samveru.