
Landsbankinn

Heimsmarkmiðin
Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð
Jafnlaunavottun
Jafnlaunaúttekt PWC
Svansvottun
ISO 27001 - Stjórnkerfi upplýsingaöryggis
UN Global Compact
Ábyrg ferðaþjónusta


501-1000
employees
Starfsfólk Landsbankans getur gert samning við bankann um að það nýti sér vistvænar samgöngur.
Okkur er umhugað um góðan starfsanda og við leggjum áherslu á fræðslu, heilsuvernd og sveigjanleika þar sem þarfir einkalífs og starfs fara saman. Við nýtum ólíkar starfsstöðvar, þegar störf og verkefni bjóða upp á það.
Í Mettu elda kokkar og matreiðslumeistarar bankans fjölbreyttan, hollan og einstaklega góðan mat handa öllu starfsfólki bankans.
Við hjálpum starfsfólki að rækta andlegt og líkamlegt heilbrigði á fjölbreyttan hátt. Við stöndum vörð um velferð starfsfólks, stuðlum að vellíðan þess og tryggjum að aðstæður í vinnu og vinnuumhverfi séu heilsusamlegar.
Starfsfólk getur sótt um íþróttastyrk á hverju ári sem gildir fyrir hvers konar íþróttir. Mikil stemmning er í kringum Lífshlaupið og Hjólað í vinnuna á meðal starfsfólks ásamt því að ýmsar nefndir og klúbbar eru skipulagðar af starfsfólki, t.d. golfklúbbur, gönguklúbbur, bootcamp hópur ofl.
Okkur finnst mikilvægt að það sé gaman í vinnunni. Við sköpum og nýtum sem flest tækifæri til að koma saman, bæði til að vinna og njóta samveru.


