

Vörustjóri á einstaklingsmarkaði
Síminn leitar að drífandi og framsýnum einstaklingi í spennandi hlutverk vörustjóra á einstaklingsmarkaði.
Sem vörustjóri munt þú taka virkan þátt í að greina tækifæri á markaði og þróa nýjar vörur og þjónustur sem styðja við áframhaldandi vöxt Símans.
Vörustjórinn verður hluti af öflugu teymi vörustýringar og viðskiptaþróunar hjá Símanum. Hlutverk teymisins er að hámarka virði vöru- og þjónustuframboðs Símans á einstaklingsmarkaði, greina þarfir viðskiptavina og leita stöðugt nýrra tækifæra sem styrkir vöru- og þjónustuframboð Símans.
Ef þú ert tilbúin(n) í að taka þátt í að móta framtíð fjarskiptamarkaðarins og ert skapandi, fagleg(ur) og árangursdrifin(n), þá er þetta rétta tækifærið fyrir þig. Hjá Símanum munt þú fá tækifæri til að þroskast í krefjandi og skapandi starfsumhverfi þar sem hugmyndir fá að njóta sín.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greining markaðar og neytendahegðunar með það að markmiði að finna vaxtartækifæri
- Gerð viðskiptagreininga (e. business cases) fyrir nýjar vörur og þjónustur
- Þróun stefnu og framtíðarsýnar fyrir vöru- og þjónustuframboð í samvinnu við stjórnendur
- Fylgjast með samkeppni og þróun á sviði nýsköpunar í fjarskiptageiranum
Við leitum að aðila sem:
- Hefur sterka hæfni til að greina markaðstækifæri og meta samkeppnisstöðu
- Hefur áhuga á nýjungum og tækniframförum
- Er gagnadrifinn í hugsun
- Sýnir frumkvæði og lausnamiðum vinnubrögð
- Hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum
- Getur byggt upp innri og ytri samstörf
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Reynsla af vöru- eða viðskiptaþróun á neytendamarkaði
- Þekking á markaðs, viðskipta og fjármálagreiningum og þróun viðskiptalíkana
- Geta til að setja fram gögn á skýran og aðgengilegan hátt
- Góð tök á notkun greiningartækja eins og Excel, Power BI eða sambærilegum lausnum
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar
- Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða
- Gleraugnastyrkur
- Afslættir af vörum og þjónustu Símans
- Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
- Námsstyrkir
