
Síminn
Síminn er traust og framsækið fyrirtæki á sviði fjarskipta og afþreyinga sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Við erum fjölskylduvænn vinnustaður og leggjum áherslu á sterka liðsheild, hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar og vaxtar.
Hjá okkur hefur þú aðgang að framúrskarandi mötuneyti, fyrsta flokks kaffihúsi ásamt frábæru samstarfsfólki auk þess sem boðið er upp á búningsaðstöðu fyrir starfsfólk.
Við viljum hafa gaman í vinnunni og bjóðum reglulega upp á fjölbreytta innanhúss viðburði af ýmsu tagi.
Ef þú ert að leita að spennandi verkefnum, frábæru samstarfsfólki og lifandi vinnuumhverfi þá er Síminn góður kostur fyrir þig.
Síminn hlaut jafnlaunavottun Jafnréttisstofu árið 2018, fyrst allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við öll kyn til að sækja um hjá Simanum.
Gildi Simans eru skapandi, fagleg og árangursdrifin.

Síminn leitar að skapandi og framsýnum fræðslusérfræðingi
Við leitum að drífandi og framsýnum fræðslusérfræðingi til að ganga til liðs við mannauðsteymi Símans og leiða og þróa fræðslumál Símans og dótturfélaga. Starfið felur í sér að hanna, útfæra og innleiða fræðslu og þjálfunaráætlanir sem byggir upp starfstengda hæfni, efla stjórnendur og starfsfólk ásamt því að styðja við stefnu og menningu fyrirtækisins.
Hjá okkur færðu tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á þróun mannauðs- og fræðslumála í umhverfi sem leggur ríka áherslu á nýsköpun og árangur. Ef þú hefur brennandi áhuga á að styðja starfsfólk og stjórnendur til að vaxa og þróast í starfi þá viljum við heyra frá þér!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna náið með stjórnendum og mannauðsteymi að mótun og framkvæmd fræðslustefnu
- Móta og skipuleggja markvissa stjórnendaþjálfun í takt við stefnu og framtíðarsýn fyrirtækisins
- Kortleggja hæfniþarfir og hanna þjálfun sem byggir upp lykilhæfni og styður við starfsþróun starfsfólks og árangur fyrirtækisins
- Að styðja við breytingar með fræðslu og þjálfun sem hvetur til þátttöku og vaxtar
- Nýta skapandi aðferðir, stafrænar lausnir og nútímaleg fræðslutól til að hámarka árangur þjálfunar
- Önnur mannauðstengd verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg
- Haldgóð reynsla af fræðslumálum, þjálfun starfsfólks og stjórnenda er skilyrði
- Þekking á Eloomi Infinite fræðslukerfinu er æskileg
- Framúrskarandi samskiptahæfni og hæfni til að miðla þekkingu á áhrifaríkan og aðgengilegan hátt
- Reynsla í hönnun og framsetningu fræðsluefnis með faglegum hætti
- Drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð
- Framsækin og lausnamiðuð hugsun
- Þekking og áhugi á notkun stafrænna lausna og gagnadrifinnar nálgunar í fræðslu
Fríðindi í starfi
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar
- Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða
- Gleraugnastyrkur
- Afslættir af vörum og þjónustu Símans
- Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
- Námsstyrkir
Advertisement published2. May 2025
Application deadline14. May 2025
Language skills

Required
Location
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
CreativityHuman relationsIndependencePlanning
Professions
Job Tags