Viltu leiða fjölbreytta dagskrárgerð í Hörpu?
Verkefnastjóri dagskrárgerðar starfar á skrifstofu forstjóra Hörpu og ber ábyrgð á hugmyndavinnu, undirbúningi, skipulagningu og umsjón viðburða á vegum hússins, samstarfsverkefna og annarra viðburða sem falla undir dagskrárstefnu Hörpu. Þar á meðal eru valdir tónlistarviðburðir á vegum Hörpustrengja, Upprásin tónleikaröð, Upptakturinn og Menningarnótt. Einnig fellur undir starfið yfirumsjón með Hljóðhimnum og barna- og fjölskyldudagskrá í samvinnu við verkefnastjóra barnamenningar. Markmiðið með starfinu er að stuðla að inngildingu og aðgengi sem flestra að viðburðahaldi í Hörpu og auka fjölbreytni með áherslu á hágæða alþjóðlega tónlistarviðburði, barnamenningu, samstarf við menningar- og menntastofnanir, hátíðir og aðra þá aðila sem styðja við stefnuáherslur Hörpu og höfða til fjölbreyttra hópa.
- Hugmyndavinna og dagskrárval í samráði við forstjóra og dagskrárráð Hörpu.
- Áætlanagerð, skipulagning og umsjón valinna tónlistarviðburða á vegum Hörpustrengja.
- Ábyrgð á fjárhagsramma og uppgjöri verkefna.
- Valdir borgartorgsviðburðir sem haldnir eru í opnum rýmum Hörpu - þeirra stærst er Menningarnótt sem felur í sér tugi viðburða.
- Umsjón með tónleikaröðinni Upprásinni og yfirumsjón með Upptaktinum - tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna í samvinnu við verkefnastjóra.
- Yfirumsjón með Hljóðhimnum og barna- og fjölskyldudagskrá Hörpu í samvinnu við verkefnastjóra barnamenningar.
- Samstarf við miðasölu Hörpu og þátttaka í kynningarstarfi og markaðssetningu eigin viðburða.
- Svörun fyrirspurna og samskipti við umboðskrifstofur, tónlistarfólk og viðburðahaldara.
- Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi.
- Háskólamenntun sem nýtist með beinum hætti í starfinu.
- Tónlistarmenntun er ótvíræður kostur.
- Mjög góð þekking á íslensku tónlistarlífi.
- Lágmark 5 ára reynsla af því að skipuleggja viðburði.
- Afar góðir skipulagshæfileikar og öguð vinnubrögð.
- Frumkvæði, hugmyndaauðgi og sjálfstæði í starfi.
- Mikil færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki.
- Mjög góð tungumálakunnátta og færni í textagerð á íslensku og ensku.