Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Vilt þú sjá um samfélagsmiðla KEF?

Við leitum að skapandi og skipulögðum verkefnastjóra í einingu Flugfélaga og markaðsmála til að stýra samfélagsmiðlum Keflavíkurflugvallar og öðrum fjölbreyttum markaðsverkefnum.

Starfið felur meðal annars í sér að móta efnisstefnu og þróa samfélagsmiðla Keflavíkurflugvallar og skipulag þeirra í nánu samstarfi við liðsfélaga innan deildarinnar. Viðkomandi hefur umsjón með hugmyndavinnu, efnisgerð og gerð skilaboða sem birt eru á viðeigandi miðlum hverju sinni með það að markmiði að hámarka árangur markaðsaðgerða og sýnileika KEF í síbreytilegu umhverfi og í takt við tíðarandann hverju sinni. Einnig að taka virkan þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum markaðsdeildar í samstarfi við samstarfsaðila innan og utan fyrirtækisins.

Viðkomandi þarf að hafa skipulagið á hreinu, sýna frumkvæði í vinnubrögðum og búa yfir góðri samskiptafærni, sem og hafa þekkingu á markaðsmálum.

Helstu verkefni:

  • Hugmyndavinna, efnissköpun og birtingar á markaðs- og kynningarefni á viðeigandi miðlum

  • Leiða og móta efnisstefnu KEF á stafrænum/ýmsum miðlum

  • Textasmíð, ritstjórn og innsetning greina og markpósta

  • Uppsetning og upptökur á einföldu kynningarefni

  • Aðkoma að viðburðum á vegum fyrirtækisins

  • Samskipti við samstarfsaðila s.s. auglýsingastofu, viðburðafyrirtæki, flugfélög, rekstraraðila, verktaka og aðra tengiliði innan fyrirtækisins

  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi

  • Góð þekking og reynsla af stafrænni markaðssetningu og kynningarstarfi

  • Reynsla af verkefna- og/eða viðburðarstjórnun

  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta og mikil færni í textagerð

  • Skapandi hugsun, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

  • Jákvæðni og drifkraftur

  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni er skilyrði

Hjá KEF leggjum við ríka áherslu á virðingu og heiðarleika í samskiptum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Fyrirtækið leggur sig fram við að stuðla að heilsu og vellíðan starfsfólks. Í mötuneytum okkar er boðið upp á hollan og góðan mat og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður Flugfélaga og markaðsmála, í tölvupósti á netfangið [email protected]

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Við hvetjum áhugasama aðila til að sækja um óháð kyni og uppruna.

Advertisement published15. January 2026
Application deadline1. February 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Dalshraun 3, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Content writingPathCreated with Sketch.Event management
Professions
Job Tags