Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Vertu samferða okkur í sumar

Sumarstarf 2026

Á Keflavíkurflugvelli blómstrar stórt og fjölbreytt samfélag þar sem ólík og spennandi störf eru í boði. Hér stíga íslenskir ferðalangar sín fyrstu skref í átt að nýjum ævintýrum og erlendir gestir hefja Íslandsdvöl sína eða halda leið sinni áfram út í heim. Við leitum að þjónustulunduðum og glaðlyndum einstaklingum til að sinna þjónustu við flugfélög, farþega, starfsfólk og aðra viðskiptafélaga okkar á Keflavíkurflugvelli. Óskað er eftir snyrtilegum einstaklingum 20 ára og eldri sem hafa áhuga á að vinna í fyrirtæki þar sem umhverfi, öryggi og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi. Um er að ræða heilsdagsstörf næstkomandi sumar.

Gestir okkar og viðskiptafélagar eru bæði íslenskir og erlendir og því gerum við kröfu um góða tungumálafærni í öllum störfum.

Sumarstörf á flugvallarsvæðinu eru bæði fjölbreytt og krefjandi en við kappkostum að veita starfsfólki gott vinnuumhverfi og góðan starfsanda. Við bjóðum upp á fyrsta flokks mötuneyti og allt starfsfólk fær aðgang að líkamsræktarstöðvum meðan það er í starfi hjá Isavia.

Allir umsækjendur þurfa að standast bakgrunnsathugun lögreglu og hafa hreint sakarvottorð. Þá þurfa þeir sem fá boð um starf að geta sótt undirbúningsnámskeið áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðsins. Tímalengd námskeiða fer eftir eðli starfa.

Advertisement published6. January 2026
Application deadlineNo deadline
Language skills
EnglishEnglish
Required
Intermediate
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Driver's license (B)PathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.NeatnessPathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.Customer service
Suitable for
Work environment
Professions
Job Tags