

Verkefnastjóri við opinber innkaup lyfja á Landspítala
Ertu jákvæður, lausnamiðaður og þjónustulipur einstaklingur með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í lyfjamálum?
Innkaupadeild Landspítala leitar að öflugum skipulögðum og áhugasömum verkefnastjóra til samstarfs við lyfjateymi innkaupadeildar við opinber innkaup lyfja. Mögulega mun viðkomandi einnig koma að opinberum innkaupum á fleiru en lyfjum. Við leitum að einstaklingi sem hefur góða skipulagshæfni og áhuga á að skapa árangur.
Innkaupadeild Landspítala heyrir undir rekstrar- og mannauðssvið Landspítala en helstu verkefni deildarinnar eru útboð, verðfyrirspurnir, samningskaup, samningar, eftirfylgni samninga og samningastjórnun. Verkefnastjóri við opinber innkaup lyfja á Innkaupadeild er í miklum samskiptum við hagaðila lyfjamála innan Landspítala, Lyfjastofnun og lyfjabirgja.
















































